Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 40

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 40
keypti neftóbak og annað og fékk oftast einhverja þóknun fyrir. Þótt ég hefði ekki fjáraflavonina að leiðarljósi þá lærðist mér skjótt þarna að ég hafði meira upp úr mér með því að vera hógvær en frekur.“ Á Tryggva gamla „Þegar ég hafði lokið barnaskóla vann ég í nokkur ár hjá Ingvari Vilhjálmssyni útgerðarmanni við að hengja upp fisk og önnur störf sem til féllu. Ingvar var að hálfu eigandi að Jóni Þorlákssyni og 1943, þegar ég var orðinn 21 árs gamall, bauðst mér pláss á bátnum, sem þá var að hefja togveiðar. Hugsaði ég mig ekki um tvisvar. Skipstjórinn var Guðmundur Þorláksson eins og ég sagði, og sumar- ið á eftir fór ég með honum á síld- veiðar. Haustið 1944 réði ég mig svo á togara í fyrsta sinni og var hann Tryggvi gamli og í eigu Alliance. Þar var skip- stjóri sá merki maður Snæbjörn Ólafs- son og hjá þessum prýðismanni var ég í tvö ár að mig minnir. Snæbjörn var mikill flskimaður og vanalega tók hann ekki nema sjö til átta daga að fylla skipið, sem að vísu var ekki stórt, fremur en flestir gömlu togaranna - kannske rúm tvö hundruð tonn. í annarri siglingu minni sigldum við til Grimsby og komum þangað á sjálfan friðardaginn í Evrópu. Þar ríkti þá svo mikill fögnuður meðal heimamanna að það líður mér aldrei úr minni. Allir föðmuðust og sungu, ókeypis bjór og aðrar veigar flæddu. Þetta var einstæð upplifun.“ Fimm ár með Markúsi Guðmundssyni „Eftir veru mína á Tryggva gamla flæktist ég um tíma milli skipa eða allt þar til ég réð mig á nýsköpunartog- arann Fylki með Aðalsteini Pálssyni. Mikil viðbrigði voru að koma á svo stórt og nýtískulega búið skip, en um leið jukust kröfurnar. Á þessum árum var nóg veiði og nóg vinna fyrir alla. Þótt ungir menn tækju sér frí tíma og tíma til þess að sletta úr klaufunum mátti alltaf ganga að nýju plássi sem vísu og þessu lífi lifði ég uns maður kvæntist og fór að hugsa sitt ráð eins og gengur. Eftir það gerði maður ekki mikið af því að hlaupa úr plássum. Eftir veruna á Fylki var ég á Skúla Magnússyni með Páli Björnssyni en flosnaði senn þaðan í burtu og gerðist háseti hjá Markúsi Guðmundssyni á Jóni forseta. Það hefur verið á árunum 1952-1953. Markús kvaðst taka mig til reynslu og var ég í óvissu um framhaldið þegar skipið var á heim- leið. Fer ég því upp í brú og spyr Markús hvernig verði með næsta túr? „O, þið þessir strákar eruð nú alltaf duglegastir í fyrsta túrnum, Gunnar minn“ ansar Markús. „En þú kemur með næsta túr!“ Enn sótti á mig kvíði um framhaldið þegar haldið var heim á leið úr þess- um öðrum túr mínum: Markús hafði ekkert rætt við mig og spyr ég kunn- ingja minn þarna um borð hvað ég eigi til bragðs að taka. „Fyrst Markús hefur ekkert talað við þig skalt þú ekkert tala við hann“ sagði kunningi minn og það var úr. Ég mætti til skips þegar næst skyldi halda úr höfn og hafði þá einn verið settur í land, svo ég var orðinn fastráðinn! Þar með voru langar samvistir okkar Markúsar Guðmundssonar hafnar, því á Jóni forseta var ég með honum í þrjú ár. Og þegar Markús hætti með Jón for- seta og tók við Marsinum hjá Tryggva Ófeigssyni varð ég honum samferða og var þar með honum í tvö ár - eða til 1958 að mig minnir. Markús var mikilhæfur skipstjóri og mjög veðurglöggur. Einhverju sinni vorum við á Jóni forseta á Halamiðum og komin mikil og þung alda, en enginn vindur. Segir Markús okkur þá að taka inn trollið og binda það fram undir svelg. Að því búnu gerðum að þeim fáu fiskum sem við höfðum fengið og skálkuðum lestarnar. En ekki höfðum við keyrt nema í þrja tíma þegar glórulaust ofviðri var skoll' ið á. Þarna var skipstjóri sem var sínu starfi vaxinn.“ Hvalfell, Askur og Sigurður „En sá böggull fylgdi skammrifi að Marsinn landaði alltaf hér heima, en a Jóni forseta höfðum við jafnan sigk með aflann og fengið markaðsverð ytra. Fyrir vikið voru kjörin a Marsinum miklu lakari en á Jóm forseta. Ég var tekinn að byggja og til þess að hafa meira upp réð ég mig að nýju yfir á Jón forseta, en þar var þa orðinn skipstjóri fyrrum stýrimaðuf Markúsar, Eggert Klemensson. Hann var gæðamaður og var samkomulag okkar með miklum ágætum. En svo tók við skipinu minn gamli skipstjón af Skúla Magnússyni, Páll Björnsson- En honum gekk treglega að fiska og eg tók að hugsa mér til hreyfmgs. Sagði ég upp plássinu og vann í landi eftir það um eins árs bil. En árið 1962 eða 1963 gerist það að góðkunningi minn einn Arinbjörn Sigurðsson var orðinn stýrimaður a togaranum Hvalfelli hjá Guðbirni Jenssyni skipstjóra. Arinbjörn hvatti mig til að koma um borð til sín og eg sló til. Þar var ég í nær eitt ár og hafði þá sú breyting orðið á að Arinbjörn kunningi minn hafði þá um tíma verið skipstjóri á Sigurði hjá Einari ríka, en bauðst nú skipstjórastaða á togaranum Aski. Askur hafði þá verið í hálfgerðu reiðileysi um skeið, verið í siglingurn með síld til Þýskalands og ekki verið vel við haldið. En þegar Arinbjörn kemur til mín og biður mig að gerast bátsmaður hjá sér á Aski ákveð ég a^ verða við ósk hans. En vistin á Aski varð ekki löng, því honum var lagt fyrr en varði og Arinbjörn fór að nýju yfir á Sigurð - og ég með honum - enn sem bátsmaður. Sigurður var og ef afbragðsskip, hreinasta sjóborg og eiú 40 SJÓMANNADAGSBLAÐjfy
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.