Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 43
„Það verður
djúpt á ein-
hverjum í
nótt!"
Rætt við Halldór S.
Pétursson um
viðburðaríkan sjó-
mennskuferil
l^alldór S. Pétursson er einn af heiðurs-
^órlum Sjómannadagsins og flestum
Jomönnum kunnur ogþá ekki sístþeim
1 bátaflotanum. Hann er mikill á velli
ber enn höfuð og herðar yfir flesta
^enn, enda var hann jafhan stœrsti
maður í hverri áhöfh á hátum sem hann
Var á fram eftir aldri. Hann er nú 73
ara' missti konu sínafyrir flórum árum
°S hýr á Hrafnistu í Reykjavík. Gaman
er að heimsœkja Halldór, því hann nýtur
^fsins í ríkum mœli og á sér nóg tóm-
stundaefni — °g gnótt minninga!
Palldór er Suðurnesjamaður og þegar
v‘b biðjum hann um að rifla upp liðna
tlð fer ekki hjá að einmitt á
Hðurnesjunum heflist frásögnin.
er fæddur árið 1921 í Hólm-
astskoti í Innri Njarðvík og þar átti ég
e'rna til þrettán ára aldurs, en þá fór
til sjós,“ segir Halldór.
"foreldrar mínir voru Pétur Magnús-
frá Hólmfastskoti og Katrín
aHdórsdóttir frá Sauðholti í Holt-
Urn- Faðir minn var formaður á þess-
Urn slóðum og ég missti hann
Sknentma: Það var eitt sinn að hann
0rn í land með 39 stiga hita og auð-
v'tað var strax náð í lækni sem var
Halldór 13 ára um borð í Keili -fyrsta bát-
num sem hann réði sig á.
Helgi Guðmundsson í Keflavík. Pabbi
spurði hann hvort ekki væri í lagi þótt
hann færi á sjó aftur um kvöldið og
læknirinn svaraði að hann teldi svo
vera — bara ef hann klæddi sig vel.
Og pabbi fór á sjóinn en sté aldrei í
fæturnar eftir það. Hann fékk berkla
upp úr öllu saman og var ég ekki nema
tveggja eða þrigga ára þegar hann dó.
Því ólst ég upp hjá afa mínum og
ömmu sem voru orðin roskin þegar
þetta var, en þau hétu Magnús
Magnússon og Benía Illugadóttir. Þau
höfðu nokkurn búskap sem oftast var
tvær kýr og einar tuttugu eða þrjátiu
kindur. Svo var auðvitað róið á
grásleppu á vorin, og á vetrum fór afi
við annan mann á sjó með net. Þótt
þeir reru ekki á nema fjögurra manna
fari komu þeir iðulega með fullan bát
að landi dag eftir dag úr fjórum
netum. Það var enda mok af fiski
þarna þegar ég var strákuró
Nokkrar æskuminningar
„Ég man að eitt sinn fór ég með þeim
inn á Vogavík. Netin lágu mjög
grunnt og þegar ég leit út fyrir borð-
stokkinn sá ég þessi ógrynni af fiski
sem allur sneri sporðinum upp. Ég
vildi fá að renna færi, en þeir gömlu
mennirnir sögðu að það þýddi ekkert.
Þá fór ég að grenja svo það var látið
eftir mér að renna færinu. En það var
eins og þeir sögðu: Fiskurinn sem
sakkan lenti á hljóp frá en hinir
hreyfðu sig ekki. Þetta hlýtur að hafa
verið einhver hvíldartími hjá þeim.
Ekki var Innri Njarðvík fjölmenn
byggð á mínum bernskuárum, líklega
einir tíu eða tólf bæir. Húsakynnin
voru einn baðstofumyndaður skáli og
svo eitt útherbergi sem ætlað var fyrir
gesti og slíkt. Já, það var gestkvæmt
hjá okkur - kunnuga sem ókunnuga
bar að garði og svo áttu þau fjölda
barna, afi og amma, sem oft litu við
ásamt barnabörnum og barnabarna-
börnum. Alltaf virtist vera nóg hús-
rými hversu margir sem komu.
En ég átti góða æsku og afi og amma
voru mér allt. Þau önduðust háöldruð
og með aðeins fárra daga millibili. Því
vildi það þannig til að ég gat verið við
útför þeirra beggja í senn, því það var
aðeins ein athöfn. Þá var ég á
Helgafellinu og átti eitthvert frí.“
Halldór umfertugt á árunum sem hann var
á Helgafellinu. Myndin er tekin í Noregi.
SJ(JMannadagsbladið
43