Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 50
var skipstjóri Bjarni Ingimarsson. Þar
var ég í tvö ár og hafði þá efnast svo
að ég ákvað að ijúka rafmagnsdeildar-
náminu við Vélskólann — en úr því
gat ekki orðið þar sem aðalkennarinn
fékkst ekki!
Fyrst þessum áfanga varð ekki náð að
sinni hlaut ég að fara á sjóinn aftur og
hafði ég í huga að fara á togara. En það
dróst af einhverjum orsökum og sótti
ég um hjá Eimskip. Ekki var hlaupið
að því að fá pláss hjá þeim, en þó kom
að því að ég fékk pláss á Dettifossi sem
4. vélstjóri. Það var hinn 18. október
1942 sem látið var úr höfn og kom ég
heim úr fyrsta túrnum - en siglt var til
Ameríku - þann 12. desember sama ár.
Fleiri urðu siglingarnar ekki í bili, en
1. vélstjórinn bauð mér að koma aftur
um vorið þegar ég hefði lokið
skólanum. Þetta gekk eftir: - ég lauk
náminu og var ráðinn á Dettifoss að
nýju vorið 1943 og var á honum uns
hann var skotinn niður."
31 dags sigling frá Reykjavík
til New York
„Svo ég segi þér nokkuð frá siglingum
mínum á Dettifossi á stríðsárunum,
þá var þeim í fyrstu svo hagað að við
sigldum beint til Bandaríkjanna héðan
frá Islandi - ekki þó einskipa, heldur í
skipalestum. Flest voru skipin sem von
var erlend og komu úr Hvalfirðinum.
Þó man ég eftir finnsku skipi sem
Eimskip var með á leigu og hét
Jammassy og var mjög oft samflota
okkur. Vitaskuld fylgdu tundurspillar
ætíð hverri skipalest. Skipstjóra mun
hafa verið fengið umslag þegar látið
var úr höfn og mátti ekki opna það
fyrr en út á haf var komið. í umslaginu
stóð hvar skipalestinni var ætlað að
vera á hádegi hvern dag, svo að ef skip
varð viðskila við lestina gat það vitað
hvar hennar væri að leita.
En svo var fyrirkomulagi siglinganna
breytt á þann hátt að siglt var til Lock
Ewe á norðvestur-horni Skotlands
austan við Hebridseyjar og skipunum
safnað þar saman í skipalest. Stundum
voru 120 til 130 skip í hverri lest.
Lestin var svo oftast látin koma saman
í flóanum utan við Liverpool eða ein-
hversstaðar á Bristolflóanum. Þaðan
var svo siglt suður fyrir Irland og til
Bandaríkjanna. Einhvers staðar á
miðju hafinu milli Bretlands og
Bandaríkjanna tóku kandadiskar
korvettur vanalega við af bresku
fylgdarskipunum og var gaman að
fylgjast með þessum korvettum. Ekki
hef ég oft séð jafn snaggaraleg og
hraðskreið skip, ekki síst þegar sjór var
úfinn.
Sama leið var farin til baka — suður
fyrir írland og þá upp „írska kanalinn“
sem við kölluðum sundið milli
Bretlands og Irlands. Flest skipanna
fóru þá inn til Liverpool en þau sem
eftir urðu héldu til Belfast á Norður-
írlandi. í síðustu og örlagaríkustu för
sinni var Dettifoss einmitt í hópi
þeirra skipa sem fóru inn til Belfast.
Þaðan var skipinu síðan ætlað að fara
enn til Lock Ewe og bíða eftir skipalest
sem færi til Islands.
Segja mátti að yfirleitt tæki hver för
skipsins tvo mánuði fram og til baka.
Bið var oft löng í Lock Ewe meðan
verið var að safna skipum saman,
gjarna tíu eða tólf dagar.
Við lágum ekki við
bryggju heldur við
akkeri og var þessi bið
því oft harla þreytandi
og fátt til dægrastytt-
ingar. Lengsta sigling
okkar frá Islandi til
Bandaríkjanna man ég
að var 31 dagur! Oftast
komumst við þó á
leiðarenda á 21 til 23
dögum.
Dettifoss sigldi jafnan
til New York og þar
vildi viðdvöl líka verða
löng — yfirleitt hálfur mánuður. Bæð*
tók sinn tíma að afferma skipið og
ferma að nýju og svo að bíða eftir
næstu skipalest. Einkum var það fryst'
ur fiskur sem við fluttum til Ne"'
York, en heim var flutt hvers kyr>s
nauðsynjavara, einkum matvara. I
New York höfðum við nóg fyrir stafni’
fórum í bíó á kvöldin eða á skemmti'
staði. Svo var verslað þá daga sem við
áttum frí - bæði fyrir sjálfan sig °t>
aðra. Mikið var um að fólk bæði okkuf
farmennina að kaupa eitt og annað
ytra og fannst okkur nóg um, því ekk>
var hægt að sinna öllu. Stunduro
brostum við að því að ef við keyptum
dömuhatta eða hanska brást ekki ^
þetta þótti passa ljómandi vel — enda
enginn hægðarleikur að skipta vör-
unni.
Enn vil ég geta þess að í næst síðustU
ferð Dettifoss var öll skipshöfm11
viðstödd minningarathöfn í New York
um þá sem farist höfðu með
Goðafossi. Yar hún haldin þann U'
nóvember 1944 og er mér minnisstætr
að þeir fluttu þar minningarorð Thof
Thors og Pétur Sigurgeirsson, síðaf
biskup, sem þá var við nám vestra-
Einkum fannst mér Thor mælast vd
við þetta tilefni — en ekki hvarflaði ^
neinum að Dettifossi væru senn but11
sömu örlög og Goðafossi.
/ 'MA *1 ■ 1'■. i:-i
M. YORK GEIR J^GAIRSSOH jl/, • .MtffÍNERv^ ■ <|
jfy' OCCUPAftlðt^ | / , ‘yí MifTO J ^ ídJil rM. VAUOAfyD-UNITBO JaHCAST 1LV-1 U ."ÍOTH COvFaSv.'
Landgöngupassi Geirs J. Geirssonar. Hann er dagsettur pa,,>l
11. nóvember 1944, en þá var áhöfh skipsins viðstödd mit>rl
ingarathöfh um þá sem farist höfðu með Goðafossi.
50
SJÓMANNADAGSBLAgl^