Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 55
„ÉG 5EIG NIÐUR í GÓLFIÐ,
ENDA FANNSTMÉR SKIPIÐ
VERA AÐ HEFJASTÍ HÁALOFT
Rætt við Aðalstein Guðnason loftskeytamann um það er
Goðafoss var skotinn niður við Reykjanes þann 10. nóvember
1944. Þá er hér afar fróðlegar lýsingar að finna um lífið um borð
í fslensku farskipunum á stríðsárunum.
^alst,
llndir
sjóinn
einn Guðnason. „Gekk þd maður
manns hönd að koma flekanum í
auSnabliki.
°g fór svo að það tókst á síðasta
K
var
átföld er nú liðinfrá því er Goðafossi
gfandað afþýska kafbátnum U-300
af Garðskaga þann 10. nóvember
9^4. Iþessu hörmulega slysi fórust 43 -
14 sk.
ski?brt
lpverjar og 10 farþegar auk 19
b.
Wrgað
'°tsmanna sem Goðafoss hafði
af bresku olíuskipi aðeins
skammri stundu áður. Aðeins 19 komust
lífs af. - Sjómannadagsblaðið minnist
þessa atburðar með mjög fróðlegu viðtali
við Aðalstein Guðnason sem var 2.
lofiskeytamaður á Goðafossi og segir hér
frá ýmsum atriðum varðandi slysið sem
ekki hafa fýrr birst á prenti. Þá er Lýs-
ing Aðalsteins á lífinu um borð i ís-
lensku farskipunum á stríðárunum afar
fróðleg. AðaLsteinn er nú 72 ára og er til
heimilis að Fögrubrekku 22 í Kópavogi.
Við byrjum á að spyrja hann um ætt
hans og uppruna og tildrög þess að leið
hans lá á sjóinn.
„Eg er fæddur þann 1. júlí 1922 á
Svínaskálastekk í Helgustaðahreppi í
Reyðarfirði“ segir Aðalsteinn í upphafi
viðtals okkar, „en Svínaskáli var næsta
sveitabýli fyrir utan Eskifjörð.
Foreldrar mínir voru Guðni
Þórðarson ættaður frá Mýrum í A-
Skaftafellssýslu og Sigríður Einars-
dóttir, en hún var fædd í Norð-
fjarðarhreppi. Fyrsta ár ævi minnar
bjuggu foreldrar mínir að Svína-
skálastekk, en fluttu þá til Norðfjarðar
og þar áttum við heima uns ég var
kominn á níunda ár. Þá lá leið okkar
til Siglufjarðar, því á Norðfirði hafði
faðir minn verið með bát sem Drífa
hét og hafði það hlutverk að safna slori
í gúanó á fjörðunum sem flutt var til
Norðfjarðar og unnið úr því fiskimjöl.
Þýskur maður, dr. Paul, átti
verksmiðjuna, en hann átti líka
verksmiðju á Siglufirði og fluttumst
við þangað þegar pabbi tók að vinna
við rekstur hans þar. Á Siglufirði
áttum við heima í nær tvö ár. En þegar
þegar nokkrir útgerðarmenn á
Akureyri keyptu og byggðu upp
gömlu síldarverksmiðjuna í Dag-
verðareyrarvík 1933 gerðist faðir minn
vélstjóri þar og tókum við okkur
bólfestu á Dagverðareyri árið á eftir
eða 1934. Við bjuggum á Dag-
verðareyri á sumrum en á Akureyri á
vetrum, en pabbi vann við verk-
smiðjuna þar til henni var lokað árið
1951. Fyrir norðan var ég allt til þess
tíma er ég hélt suður til náms í
Loftskeytaskólanum árið 1939.“
Ungur loftskeytamaður ræðst í
siglingar
„Loftskeytaskólinn var þá til húsa í
gamla pósthúsinu á horni Pósthús- og
Austurstrætis og þar var ég í tvo vetur
og lauk náminu í júní 1941. En þegar
ég Iauk námi hafði tekið gildi
reglugerð þess efnis að tveir loftskeyta-
menn skyldu vera á farskipunum og
var því veruleg eftirspurn eftir
loftskeytamönnum um þetta leyti,
þótt ekki væri farskipaflotinn stór. Þá
'^ÍMNADAGSBLAÐIÐ
55