Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 60
Tundurskeyti hæfir Goðafoss
„Við höfðum orðið vitni að mörgum
hörmulegum atburðum í siglingum
okkar og nú var komið að okkur á
Goðafossi.
Við vorum á leið frá Lock Ewe í
Skotlandi til Reykjavíkur með 1.220
tonn af vörum og höfðum orðið að
bíða í viku eftir skipalest. Þetta var lítil
lest, aðeins sex skip. Hún bar ein-
kennisstafina UR-142 og var undir
forystu Goðafoss. í fylgd með okkur
voru fimm vopnaðir togarar, bæði
norskir og breskir, en engir tundur-
spillar. Vorum við komir hér suðvestur
undir landið þann 9. nóvember 1944.
Skellur þá á okkur mjög slæmt verður
með hríð. Taldi skipstjóri að ekki væri
ráðlegt að halda í „Húllið“ eða
Reykjanesröstina með skipalestina í
slíku veðri og ákvað að við skyldum
bíða birtingar. Af þessum sökum var
það ekki fyrr en snemma að morgni
þess 10. nóvember að við lögðum í
röstina. En líklega hefur eitt skipanna
ekki náð þeim merkjum sem send
voru, því þegar við komum norður
undir Garðskaga sjáum við skip í
björtu báli langt úti á Faxaflóa.
Reyndist það vera um tíu þúsund lesta
olíuskip Shirwan að nafni sem var í
lestinni með okkur. Og skömmu síðar,
þegar við vorum komnir inn fyrir
Garðskaga, rekumst við á tvo
björgunarbáta frá þessu skipi og í
þeim var 21 maður.
Við tókum skipbrotsmennina um
borð og héldum síðan för okkar áfram
djúpt út af Skaga og Keflavík og
sigldum inn Flóann.
En ekki höfðum við siglt nema í um
það bil tuttugu mínútur — ldukkan
var rétt að verða eitt að degi til —
þegar tundurskeyti hæfir Goðafoss.
Þetta var ógurlegt högg. Eg var stadd-
ur inni í loftskeytaklefanum sem var
beint aftur af brúnni og korta-
klefanum og stóð ég við borð og var
að reyna að kíkja út um kýrauga. Man
ég að við höggið gáfu fæturnir sig
alveg og ég seig niður á gólfið, enda
fannst mér skipið vera að hefjast í háa
loft. Ekki féll ég eins og þeir sem
frammi í brúnni voru og mun það
hafa verið vegna þess stuðnings sem ég
hafði af borðinu. Á borðinu var mót-
takari og við höggið rifnaði hann upp
af festingum sínum og kastaðist út í
bekk sem þarna var.“
þá að tínast upp á bátadekkið. Ekki
var neinn asa að sjá á neinum — allk
voru sem dasaðir og líkt og mara
hvíldi yfir hverjum og einum. Minnist
ég þess að þarna á þilfarinu vorU
kistur fyrir björgunarbelti og voru
hjónin dr. Friðgeir Ólason læknir og
Sigrún Briem Ólason læknir, sem voru
meðal farþega, að spyrja hvar beltin
væru. Með þeim voru þrjú börn
Hér hefur tundurskeyti h<zft breskt flutningaskip. Stuttu efir að myndin er tekin hvarf '
hafið með allri áhöfh.
Líkt og mara hvíldi yfir öllum
„Tundurskeytið hafði hæft mitt skipið
bakborðsmegin, rétt fyrir neðan mess-
ann þar sem menn sátu að snæðingi.
Allir í messanum komust þó út, en
sumir slasaðir eins og Eyjólfur
Eðvaldsson fyrsti loftskeytamaður.
Hann komst síðar á fleka sem ég átti
eftir að komast á einnig, en lést þó eins
og síðar greinir frá.
Ég staulast nú fram í brúna og finn þar
fyrir skipstjórann ásamt fleirum. Segi
ég skipstjóra að loftskeytatækin séu
hrunin niður og því óvirk. Þess skal
getið að utan á brúna við þann stað
þar sem loftskeytatækin voru fyrir
innan höfðu verið settar stálplötur svo
tækin löskuðust síður - þó ekki væri
nema vegna vélbyssuskothríðar. En
þessir stálveggir hrundu gjörsamlega!
Skipstjóri tók orðum mínum af ró-
semi og sagði þetta ekki gera neitt til,
þvf öll nærstödd skip hefðu séð þetta.
Ég hélt niður úr brúnni og var fólkið
þeirra. Sýndi ég þeim það og fóru þaU
þar með upp í 1-bátinn sem kallaður
var. Þess skal getið að þetta var þungur
bátur með hjálparvél og erfitt við
hann að eiga. Hann var stjórnborðs'
megin og sat á stórum stólum. Var
hann ekki „svingaður út á davíðum
eins og sagt er, heldur var ætlast til að
með því að skera á böndin sem héldu
honum við dekkið mundi hann losna
og fljóta upp ef skipið sykki. Báturinn
bakborðsmegin hafði hins vegar möl'
brotnað við sprenginguna."
Viðureignin við björgunar-
flekana
„Auk björgunarbátanna á frani'
dekkinu voru tveir lífbátar í viðbót yfir
þriðja farrými á afturdekkinu og °S
þar voru líka tveir flekar. Þeir losnuðn
loks þegar skipið sökk.
Enn voru tveir flekar í viðbót fremst a
bátadekkinu rétt við brúarvængina’
einn hvorum megin. Þessa fleka vaf
60
SJÓMANNADAGSBLAgíE