Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 62

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 62
og við vendumst kuldanum. Sumir reyndu að róa til þess að halda á sér hita, þótt róðurinn hefði í sjálfu sér enga þýðingu aðra. Eins og ég fyrr vék að komst Eyjólfur Eðvaldsson fyrsti loftskeytamaður líka á flekann. Hann var meðal þeirra sem reyndu að róa sér til hita, en hann var það slasaður að hann lést eigi að síður. Þó hélt hann lífi allt til þess tíma þegar okkur var bjargað en dó mjög skömmu á eftir. Þegar verið var að afklæða mig sá ég að skálmarnar á ullarnærbuxunum mínum voru alblóðugar. Hélt ég að ég hefði særst án þess að verða þess var en þetta voru þá æðar sem höfðu sprungið í kuldanum.“ í sjúkrabílum á herspítalann á Sprengisandi „Skipverjar á korvettunni brugðu á það gamla ráð að gefa okkur romm í heitu vatni og hreif það vel, því allir fundu vel á sér af innihaldi einnar lít- illar könnu. Sýnir það aðeins hve taugarnar voru orðnar yfirspenntar, enda rann af okkur eftir örskotsstund. Síðan háttuðu þeir okkur niður í rúm sín og var skipstjóra boðin hvíla í híbýlum yfirmanna miðskips. Þar voru tvær kojur og var mér boðið að dvelja þarna með honum. Þarna vorum við langt fram á kvöld, því okkur var sagt að ekki yrði lagst að bryggju fyrr en í birtingu þar sem höfninni hefði verið lokað. Teldu ein- hverjir að kafbátur kynni að fara inn í höfnina og valda þar enn meiri óskunda. En ekki fór svo, því um kvöldið kom sendimaður frá skipstjóra korvett- unnar og spurði hvort skipstjóri okkar gæti ekki veitt aðstoð við að sigla skip- inu inn í Reykjavíkurhöfn vegna illviðrisins. Sigurður kvað það sjálfsagt og sagði sendimaðurinn okkur þá að skipun hefði verið gefin um að halda til hafnar, þar sem uppnám hefði skap- ast við höfnina í Reykjavík. Vildu hernaðaryfirvöld því að fólk sæi komu skipbrotsmannanna sem fyrst. Klukkan mun hafa verið hálf þrjú að nóttu þegar lagst var að bryggju. Ekki var okkur leyft að hitta neinn, því hervörður var settur við skipið og öllum skipað inn í sjúkrabíla sem óku með okkur inn á Sprengisand. Þar var herspítali og vorum við þar um nótt- ina. Um morguninn fórum við að spyrja hvenær okkur yrði leyft að fara, en enginn virtist vita neitt. Sé ég þá tvo menn nákomna mér fyrir utan spítalann og fór ég og heilsaði þeim án þess að spyrja kóng né prest. Sögðust þeir hafa frétt ég væri hér staddur og vildu vita hvort ég mætti koma með þeim. Ég sagði „jú,takk“ og þar með var haldið í bæinn.“ Fáir nyrðra fengu góðar fréttir af afdrifum skyldmenna sinna „Ég var enn til heimilis hjá foreldrum mínum á Akureyri og á þessum tíma var venjan sú að fólk þurfti að bíða í nokkra daga til þess að fá símasam- band norður. Skildi ég ekkert í því að um leið og ég hafði beðið um númer- ið heima hjá foreldrum mínum var samtalið komið! Mun þetta hafa verið vegna þess að símstöðvafólkið hafði talað sig saman og símstöðvarfólk nyrðra spurt eftir sérstökum mönn- um. En því miður var nær allt fólkið sem spurt var eftir fyrir norðan farið og varð ekki undan vikist að skýra frá því. Síðar sögðu foreldrar mínir mér frá því að faðir minn hefði verið á gangi niðri í bæ á Akureyri, en við bjuggum uppi á ytri brekkunni. Skildi pabbi ekkert í því að menn sem hann þekkti vel eins og gengur og gerist í litlum bæ, rétt kinkuðu til hans kolli og virtust ekkert skrafhreifnir. En svo tekur hann eftir að víða hafa fánar verið dregnir í hálfa stöng. Vfkur hann sér að næsta manni og spyr hvað þessu valdi og er hann þá spurður hvort hann hafi ekki frétt hvað komið hafi fyrir? Loks þá fékk hann fréttina af örlögum Goðafoss- Þar með tók pabbi til fótanna og hljóp heim að segja móður minni tíðindin- Tók hann þá eftir að enginn nágranna okkar hafði flaggað í hálfa stöng eins og allir aðrir — og var ástæðan sú að menn biðu þess hvað gert yrði heima- Mamma sagði að við skyldum draga fána í hálfa stöng hjá okkur og gerði pabbi það samstundis. Brá þá svo við að næsti nágranni okkar, sem flaggað1 á öllum hátíðisdögum, stóð tilbúinn með sitt flagg og varð jafnfljótuf pabba að flagga... Senn hitti ég foreldra mína að nýju- Þar sem ég hafði ekkert fast húsnæð11 Reykjavík hélt ég mjög skjótlega norður og urðu þar fagnaðarfundir sem von var.“ Friðardagurinn „Nú leið tíminn og ég fór í nokkrar afleysingaferðir hjá Rfkisskip á görnln Esju. Hittist svo á að við komum til Reykjavíkur úr einni hringferðinni ;1 sjálfan friðardaginn. Þennan dag bau1- Sigurður Gíslason skipstjóri öllurm þeim sem bjargast höfðu af Goðafoss1 heim til sín á Vesturgötu. Esja lá vid miðbakkann og seint um kvöldið var ég á leið til skips úr boði Sigurðar og gekk vitaskuld í gegnum miðbæinn- Skildi ég ekkert í því að þegar ég kem að Eimskipafélagshúsinu er ég farm11 að gráta einhver ósköp og greini urn leið að einhver þoka liggur ydr Austurvelli! í þá tíð stóð braggi gegnt Eimskipafélagshúsinu og fór ég þat inn og spurði hvernig á þessu stæði- 1 bragganum voru enskir og íslenskir lögreglumenn og spurðu þeir und' randi hvar ég hefði alið manninn- Sagði ég þeim það og spurðu þeir þa hvort ég hefði ekki orðið var vid „óeirðirnar"? Ég spurði hvað þeir ætfy við og sögðu þeir að allt hefði logu^ 1 óeirðum um daginn og fram eftir kvöldi og lögreglan orðið að beita taræ 62 SJÓMANNADAGSBLAPl^
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.