Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 64
maður hennar eitt barn sem er eina
barnabarn mitt. Næstelstur er Guðni
Níels sem er hagfræðingur hjá VSI og
yngstur er Björn Óskar sem er að ljúka
námi í tölvunarfræði við Háskólann
og starfar við það fag.“
Við þökkum Aðalsteini Guðnasyni
fyrir þetta stórfróðlega og efnisríka
viðtal. Hann býr sem fyrr segir að
Fögrubrekku 22 í Kópavoginum
ásamt yngsta syni sínum og hann
hefur nóg fyrir stafni eins og hann
Fjölskylda Aðalsteins samankomin að Fögrubrekku 22. Sitjandi eru talið frá vinstri: Guðni
Níels, Aðalsteinn og barnabarn hans Erla María og Sigríður Sína. Standandi eru:
Ragnheiður Hjaltalín unnusta Guðna Níelsar, Björn Óskar og Sigpór Hilmisson maður
Sigríðar Sínu.
Minningarathöfn á hafi úti
„Jú, oft hafa minningarnar um þann
atburð þegar Goðafoss var skotinn
niður sótt á hugann og ekki síst þegar
dagurinn er 50 ár voru liðin frá
atburðinum nálgaðist.
Dagsins var minnst á þann hátt að
þann 10. nóvember sl. fórum við
nokkrir af þeim sem björguðumst af
Goðafossi með björgunarbátnum
Hannesi Þ. Hafstein frá Sandgerði út
að þeim stað þar sem Goðafoss fórst.
Þar vörpuðum við nokkrum krönsum
í hafið til minningar um fallna félaga
og aðra sem týndu lífi. Reynt var að
kasta krönsunum sem næst því tíma-
marki er skipið hvarf í hafið fyrir 50
árum. Þetta var eftirminnileg ferð.“—
hefur haft alla ævi sína. Hann tekur
mikinn þátt í félagsstarfi eldri borgara
og ber lof á það sem gert er fyrir þá í
bænum — ekki síst félagsmiðstöðina
Gjábakka, en þangað sækir hann ýmis
námskeið, leikfimi tvisvar í viku og er
virkur meðlimur útilífsklúbbsins
„Hananú“. Því kemur ekki á óvart að
hann hefur lítið af einveru að segja og
kveðst verða að láta of margt sitja á
hakanum vegna annríkis. Við óskum
honum fagurra ellidaga, gæfu og
gengis.“
Atli Magnússon
Kristinn Reyr
tSíómannadagu’i
T
Stiginn er gamall garpur
úr greipum tzgis á land
og hetja ung, sem hnýtir
við höfin tryggðaband.
Stórborg íslenzk og útver,
innfarðar byggðarlag
hefa samstilta hátíð
og hylla sjómenn í dag.
Um nón er lársveigur lagður
á leiði hins óþekkta manns,
alþjóð saknar og syrgir
sérhvern af bræðrum hans,
er starfsglaður lagði í lófa
landsins svo marga gjöf
en hvarf í vitstola hryðjur
og hrannaða djúpsins gröf.
I dag sé minningin máttur
til meira öryggis þeim,
sem börðust í hryðjum við bráðan
brotsjó og náðu heim.
Stórborg íslenzk og útver,
innfarðar byggðarlag
njóti yðar um ár fi-am,
þér íslands sjómenn í dag.
64
SJÓMANNADAGSBLAgíff