Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 69
^ómannadagurinn var haldinn með
^fðbundnum hætti þann 5.júní
1994.
^ 11.00 var minningarguðsþjónusta í
ðómkirkjunni þar sem biskup ísiands
herra Ólafur Skúlason minntist
drukknaðra sjómanna. Sr. Hjalti
^óðmundsson þjónaði fyrir altari.
k’i
• 14.00 var útisamkoma sett við
^eykjavlkurhöfn og var kynnir Hannes
• Hafstein, fv. forstjóri Slysavarna-
fela9s íslands.
^vörp fluttu: Þorsteinn Pálsson sjávar-
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
ávarpaði sjómenn fyrir hönd ríkisstjórnar-
innar.
útvegsráðherra fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar, Þórður Sveinsson fram-
kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskipa-
félags íslands fyrir hönd útgerðar-
manna og Jónas Ragnarsson for-
maður Stýrimannafélags íslands fyrir
hönd sjómanna.
Guðmundur Hallvarðsson formaður
Sjómannadagsráðs heiðraði aldraða
sjómenn með merki Sjómanna-
dagsins, en þau voru: Valdís María
Valdimarsdóttir þerna, félagi í
Þernufélagi íslands'. Ingólfur Möller
skipstjóri, félagi í Skipstjórafélagi
íslands. Kristján Sveinsson skipstjóri,
félagi í Skipstjórafélagi íslands.
Sigurjón Guðmundur Þórðarson vél-
stjóri, félagi í Vélstjórafélagi íslands,
og að lokum var Jósafat Hinriksson
sem komið hefur upp verðmætu safni
sjóminja og smiðjumuna heiðraður
sérstaklega fyrir framtak sitt.
Þá voru afhentir farmanna- og fiski-
mannabikarar sem gefnir hafa verið
af Jóhanni Páli Símonarsyni háseta
fyrir árvekni í öryggismálum um borð í
skipum.
Farmannabikarinn hlaut að þessu sinni
áhöfnin á ms. Hofsjökli og fiski-
mannabikarinn áhöfnin á r.s. Bjarna
Sæmundssyni.
Síðan fór fram kappróður á
Reykjavíkurhöfn. Keppt var bæði í
kvenna- og karlasveitum.
Félagar úr björgunarsveit S.V.F.Í.
Ingólfi sýndu margvíslegan útbúnað
sveitarinnar á Reykjavíkurhöfn og
meðferð björgunartækja ásamt þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
Varðskip ásamt skólaskipi S.V.F.Í.
sigldu með borgarbúa út á sundin við
Reykjavík.
'^Mannadagsbi adid
69