Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 73
B'"
]°rgunarsveit Fiskakletts dregur ofur- Þyrla Gœslunnar og björgunarsveit
“gann Jón H. Hafiteinsson úr bílnum Fiskakletts sýna björgun.
ngt úti á höfin inni.
Á sjálfan Sjómannadaginn voru fánar
dregnir að húni kl. 08.00. Kl. 10.00
lék Lúðrasveit Hafnarfjarðar við
Hrafnistu í Hafnafirði fyrir vistmenn og
kl. 10.30 var sjómannamessa í
Víðistaðakirkju. Að lokinni messu
afhjúpaði sjómannsekkja, Friðrika
Bjarnadóttir, minnisvarða um horfna
sjómenn. Guðbjörg Magnúsdóttir,
sem einnig er sjómannsekkja, lagði
blómsveig frá hafnfirskum sjómönn-
um að minnisvarðanum. Minnis-
varðinn heitir „Altari sjómannsins" og
er gerður af listamanninum Erlingi
Jónssyni. Eftir hádegi var farið í
skemmtisiglingu sem alltaf er vel
þegin af unga fólkinu. Kl. 14.00 var
hátíðardagskrá sett við suðurhöfnina
og var Guðmundur Jónsson skipstjóri
kynnir. Flutt voru ávörp og talaði
Ragna Helgadóttir fyrir S.V.D.K.
Hraunprýði. Helgi Einarsson talaði fyrir
hönd útgerðarmanna og ávarp sjó-
manna flutti Guðjón A. Kristjánsson
formaður F.F.S.Í. Guðmundur Ólafsson
fyrrverandi skipstjóri heiðraði aldraða
sjómenn með heiðursmerki Sjó-
mannadagsins. Þeir voru: Páll
Guðmundsson, Sigurgeir Guðmunds-
son, Gunnar Halldórsson og Björn Fr.
Björnsson.
Síðan var farið í kappróður, og var
keppt í karla- og kvennasveitum. Fyrst
kepptu sjósveitir og þar var áhöfnin á
Ými með tvær sveitir — A og B.
Hringur, Venus, Rán og Sjóli voru með
eina sveit hver og sigraði A-sveit Ýmis.
Af landsveitum karla sigraði sveit
Götustráka og Götustelpur sigruðu í
''-ÝVVNNA D AGS B LAÐIÐ
73