Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 77
Listaverk til minningar um sjómenn
P°rseti íslands, frú Vigdís
^'nnbogadóttir, afhjúpaði á Sjó-
'nan nadaginn á fyrra ári listaverk eftir
prím Marinó Steindórsson, „Á heim-
em , við höfnina í Stykkishólmi.
istaverkið er skúta sem siglir seglum
P°ndum og er gert úr ryðfríu stáli.
■staverkið er reist í minningu sjó-
manna og á stuðlabergsstein sem hjá
því stendur er tilvitnun í ljóð Jóns úr
Vör, sem segir: „Kirkja er okkur
ströndin/ og hafið og fjallið / guðspjall
dagsins,/ vanmáttur mannsins/ í lífi og
dauða.“ Við afhjúpunina, sem fram
fór í blíðskaparveðri, var frumflutt
tónverk eftir Þórð G. Halldórsson við
ljóð eftir Emilíu Guðmundsdóttur úr
bókinni Ljóðblik, sem út kom haustið
1993. Þá bók skreytti einmitt Grímur
Marinó.
Listaverkið var smíðað og stækkað af
vélsmiðjunni Orra í Garðabæ, sem
stendur einna fremst í stækkun lista-
verka hér á landi.
Forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir og listamaðurinn Grímur Marinó Steindórsson við
afhjúpun minnismerkisins.
Sendum öllum íslenskum sjómönnum
árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra
SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM
Sími 568 1400 - Símnefni: Samábyrgð - Lágmúla 9 - Reykjavík
77
Á)Y AN N ADAGSBLAÐIÐ