Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 80
Guðmundnr Ólafison skipstjóri Horft er um öxl og hugurinn reikar aftur í tímann. Hann nemur staðar við hátíðarhöld Sjómannadagsins í Hafnarfirði. Við setningu hátíðarinnar má heyra kunnuglega rödd, rödd manns sem hefur haft þann starfa í áraraðir að kynna dagskrá hátíðar- innar eða heiðra aldraða sjómenn. Ollum að óvörum hefur sú rödd þagn- að. Guðmundur Ólafsson hefur skilað hlutverki sínu hér á jörðu. Eins og margir hafnfirskir sjómenn var Guðmundur fæddur og uppalinn á Vestfjörðum og átti sínar ættir þangað að rekja. Ungur að aldri hóf hann sjó- mannsstörf þar fyrir vestan. Stundaði hann þar sjómennsku uns leið hans lá suður til náms í Sfyrimannaskólanum í Reykjavík. Hann útskrifaðist þaðan vorið 1947. Stuttu síðar flyst hann til Hafnarfjarðar. Hann ræðst þar á tog- ara. Hann er á togurum næstu tíu árin, m.a. Röðli og Surprise. Arið 1959 ræðst hann sem sfyrimaður á m.s. Guðmund Þórðarson RE á síld- veiðar. Skipstjóri þar var Haraldur Minning Guðmundur Ólafsson skipstjóri Fæddur 7. nóvember 1921 - dáinn 2. janúar 1995 Ágústsson, frægur aflamaður. Mín fyrstu kynni af Guðmundi voru þar. Ég var beðinn að leysa af sem sfyri- maður tvo túra, annan túrinn undir skipstjórn Haraldar, en hinn túrinn undir stjórn Guðmundar. Hér var um að ræða frumraun Guðmundar sem skipstjóra á síldveiðum. í stuttu máli má segja að allt hafi gengið vel og afli góður. Þóttu mér tök Guðmundar við að kasta nótinni aðdáunarverð, æðru- leysið og öryggið eins og hér væri um þaulvanan mann að ræða. Það var því ekki að undra að hann réðist fljótlega til skipstjórnar á síldveiðiskip, fyrst á ms. Garðar og síðar á ms. Gróttu RE. Okkar kynni héldust upp frá því. Áttum við oft samskipti í gegnum tal- stöðina. Þegar Guðmundur var á fimmtugs- aldri gripu örlögin inn í hans starf. Veikindi ollu því að hann varð að fara í land. Við áttum oft tal saman eftir að hann var kominn í land. Kom þá oft fram í tali hans að hann var ósáttur við sitt hlutskipti, var hugur hans allur við sjósókn og aflabrögð. Á árinu 1983 var óskað eftir því að undirritaður byði sig fram til for- manns hjá Skipstjóra- og sfyrimanna- félaginu Kára. I framhaldi af því leitaði ég eftir því við Guðmund að hann tæki að sér gjaldkerastöðu félagsins. Var það auðsótt mál. Kára hafði hlotnast þar góður starfs- kraftur, sem vildi veg félagsins sem mestan og starfaði af öllum krafti í samræmi við það. Hann var fulltrúi félagsins í Sjómannadagsráði. Auk þess innti hann af hendi fjölda verka fyrir félagið. Eins og áður er getið starfaði Guðmundur ötullega að Sjómanna' deginum. Árið 1991 snerist þ° hlutverk hans við er hann tók við heiðursmerki dagsins. Var hann vel að því kominn. Fyrir hönd félaga í Kára færi eS honum okkar bestu þakkir. Er við kveðjum góðan félaga færum við eiginkonu hans, börnum og barna' börnum, sem og öðrum aðstanð' endum okkar innilegustu samúðar' kveðjur. Guð veiti ykkur styrk. Minning um mætan mann verður lengi í minni höfð. F.h. Skipstjóra- og stýrimannafélags,nS Kára, Hafrarfirti Ingvi R. Einarsson 80 SJÓMANNADAGSBLAgí^
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.