Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 85
Ahöfn ftb Henrýs A. Hálfdanssonar fagnað við heimkomuna á 2. dagpáska 1989. Frá vin-
stf: Pétur Kristjánsson vélavörður, Hannes Þ. Hafstein háseti, Halldór F. Olesen vélastjóri,
^gríniur S. Björnsson formaður, Háfdán Henrysson stýrimaður og Einar Sigurjónsson háts-
rnaður.
a er að geta þess þáttar er sneri að
sMlfu erindrekastarfinu í samskiptum
slysavarnadeildir og björgun-
‘jfsveitir á námskeiðum og fræðslu-
Undum. f>ar naut Asgrímur sín svo
Sannarlega og rækti þennan þátt starfs-
lris af trúmennsku, nærgætni og stakri
Saniviskusemi. Hann naut þess að vera
1 hópi vina og samstarfsmanna.
ynslóðabil fyrirfannst aldrei, það var
S.v° víðsfjarri skaphöfn hans, því
. §hmur átti létt með að stilla streng-
ltla á milli hinna öldnu og ungu og
^ýliðar í starfi áttu jafnan gott athvarf
1 ^ans ranni, að fræða þá um sögu og
Starf félagsins sem þeir í framtíðinni
attu eftir að byggja á.
* * *
^grírnur fór úr einni verstöð í aðra að
tal
^ a rnáli Tilkynningaskyldunnar - að
sjómennina að halda vöku sinni
Utn
að
orugga hlustskyldu og áminna þá
stnna lögboðnum tilkynningum.
rnenn Tilkynningaskyldunnar,
Starfs
^’r sem varðstöðu sinntu í stjórnstöð,
óftíu Ifka á orði hversu þessar heim-
^ Knit' til verstöðvanna og ábendingar
^ans og áminningar, sem settar voru
tarn af tillitssemi og vinsemd, skiluðu
^klum árangri.
yrir öll hans ágætu og óeigingjörnu
rr í þágu Slysavarnafélags íslands,
hvort heldur þau voru innt af hendi í
frístundum sjálfboðaliðans eða í fastri
vinnu starfsmannsins, bæði um kvöld
og helgar, var hann virtur af félags-
mönnum öllum. Hann var sæmdur
þjónustumerki SVFI úr gulli og
gerður að heiðursfélaga þess. Á
Sjómannadaginn 1990 var hann
sæmdur heiðursmerki dagsins.
* * *
Sem heimilisfaðir var Ásgrímur ein-
stakur og eignaðist með Camillu
Pétursdóttur mikilhæfan lífsförunaut.
Samheldni þeirra var við brugðið og
reyndi þar mest á er erfiðleikar vegna
mikilla veikinda knúðu þar dyra. Bæði
höfðu þau hjónin til að bera þá
skaphöfn sem styrkti þau í mótlætinu
og batt þau saman í blíðu og stríðu.
Camilla skildi þörf manns síns að
helga sig svo mjög slysavarna- og
björgunarstarfinu og studdi af innileik
miklum og næmum skilningi við bak
hans. Hennar framlag á svo sérsrakan
hátt var líka metið af stjórn félagsins er
sæmdi hana í þakklætisskyni
þjónustumerki félagsins úr gulli á
landsþinginu árið 1990.
* * *
Útför Ásgríms Stefáns Björnssonar var
gerð frá Bústaðakirkju 23.febrúar sl.
að viðstöddu miklu fjölmenni.
„Strákarnir hans“ úr sjóflokki björg-
unarsveitar Ingólfs stóðu heiðursvörð í
kirkju og sveit félaga úr sjóflokkum
nálægra byggðarlaga mynduðu
heiðursfylkingu utandyra, er kista
hans var borin úr kirkju. Fögur en lát-
laus athöfn félaganna er minntust
góðs vinar í djúpri virðingu og þökk.
Og einn hinna ungu og áhugasömu
félaga í björgunarsveit Alberts á
Seltjarnarnesi, sem starfað hafði lengi
undir leiðsögn Ásgríms, minntist
þeirra samverustunda með þessum
orðum: „Himnafaðirinn hefur fengið
góðan stýrimann."
I upphafi útfararinnar var leikið hið
undurfagra rónverk Sigfúsar
Halldórssonar „Þakkargjörð, “ er hann
tileinkaði íslenskri. sjómannastétt og
samið var á þeirri stundu er sú
gleðifregn barst frá manni til manns í
litlu sjávarþorpi að fiskibátur væri
korninn fram með allri áhöfn, en hans
hafði verið saknað og þungur ótti sest
að íbúum byggðarlagsins um afdrif
báts og áhafnar. Þá var einnig sunginn
einsöngur úr tónverki Sigfúsar „Stjáni
blái“ við ljóð Arnar Arnarsonar, en
verk það er einnig tileinkað íslenskum
sjómönnum. Það fór einkar vel á því
að flytja þessi verk hinna mikilhæfu
snillinga á kveðjustundu við slík þátta-
skil. Nú hefur Ásgrímur „sett kúrsinn" til
ljóssins landa handan móðunnar miklu.
„Drottinn sjálfiir stóð á ströndu:
Stillist vindur! Lœkki sar!
Hátt er siglt og stöðugt stjórnað.
Stýra kannt þú sonur kar.
Hórð er lundin, hraust er mundin,
hjartað gott sem undir slar. “
Með þessari fögru og myndrænu
tilvitnun í kvæðið „Stjáni blái“kveð ég
ráðhollan samstarfsmann og traustan.
Camillu, börnunum og öðrum ást-
vinum sendum við hjónin dýpstu
samúðarkveðjur.
Hannes Þ. Hafstein
jyrrv. forstjóri SVFI
ÚÖMan NA D AGS 81. A D I D
85