Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 86
Jörundur Jónsson í Hrísey — „Hákarla-
Jörundur".
Varla ber hákarlaveiðarfyrri tíma svo á
góma að ekki skjóti upp nafni
„Hákarla-Jörundar“ — þótt oftast viti
festir margt um hann eða hví hann varð
nafhtogaðari en aðrir hákarlamenn.
Hér verður að dálitlu leyti bastt úr þessu
- ekki þó með því að rekja œttir hans né
afkomendur, sem eru hið mœtasta fólk,
heldur með fáeinum sögum um
„Hákarla-Jörund“ eða Jörund Jónsson,
eins og hann að réttu lagi hét. Frásögnin
er efiir Theódór Friðriksson og vonum
við að hún sanni að Jörundur var vel að
frægð sinni kominn.
„Mér eru í minni sögur sem ég heyrði
sagðar af gamla Hákarla-Jörundi í
Hrísey. Hann þótti einkennilegur
maður, áræðinn og aflasæll þegar hann
var með „Hermóð“ og merkilegur
maður á ýmsan hátt.
Einhverju sinni lenti Jörundur í
Jj áíza'ita
Hann dró örmagna menn sína á fætur, sauð ofan í þá
hangikjöt og hellti ofan í þá brennivíni. Svo rak hann
þá vægðarlaust aftur að vaðnumi
afskaplega miklum hákarli, og var þá
ekki við það komandi að nokkur
maður fengi að hvíla sig eða leggja sig
útaf, meðan á hrotunni stóð.
Gengur nú þetta til um hríð, þar til
menn hans eru orðnir svo dasaðir og
úrvinda af þreytu að sumir lögðust
niður á þilfarinu og gátu ekki rótað
sér. Gerði Jörundur þá ekki annað en
að reisa þá á fætur jafnóðum og þeir
duttu. Sauð hann ofan í þá hangikjöt
og hellti ofan í þá brennivíni. - „Og
standið þið nú upp, hróin mín og
hróin mín,“ sagði Jörundur - og rak
hann þá til þess að hamast við hákarl-
inn meðan nokkur þróttur var til í
þeirra skrokki.
„Ertu veikur, hróið mitt og
hróið mitt?"
I þessari miklu hákarlshrotu segir
sagan að einn stór og sterkur háseti
Jörundar hafi gengið þegjandi frá
vaðnum sínum ofan í skip. Smeygði
hann sér úr stígvélum og utanyfir-
fötum og hallaði sér upp í rúm.
Saknar nú Jörundur mannsins og fer á
eftir honum niður í skip.
„Ertu veikur, hróið mitt og hróið
mitt?“ spurði Jörundur — og hafði
orð á því að hásetinn væri kominn
upp í rúm — og hákarlinn alveg vit-
laus! — Gegndi hásetinn því litlu. En
hann sagðist ekki vera veikur, heldur
hefði skyrtan rifnað af sér undir hönd-
unum og á síðunum og sýnir hann nú
Jörundi hve það sé mikið.
Líst Jörundi ekkert á þetta. —
Skyrtan er glerhörð af salti og storknu
blóði og hlaupin saman í þófabend*l
undir höndunum. Er svo mikið rifid
af manninum að ber kvikan er að sja
undir báðum höndum og tollir skyrt'
an niðri í öllu saman.
„Það er ljótt að sjá þetta og hróið mltr
og hróið mitt,“ sagði Jörundur °r
skipaði manninum að hafa skyrtU
skipti.
Hásetinn var bláfátækur og sagði 1111
Jörundi eins og var að hann ætti eng*1
aðra skyrtu til þess að fara í og að ha1111
þyldi ekki við fyrir sviða. Bregð111
Jörundur sér þá á augabragði afmr
káetu og sækir þangað flunkuný na-’r
föt‘ ,.g
„O, smeygðu þér nú í þetta, hro1^
mitt og hróið mitt - þú þarft ekki ar
skila þeim aftur - og berðu þig svo 11
koma upp, hróið mitt.“
Verður nú maðurinn eins og frá s£t
numinn af fögnuði yfir því að ha ‘
eignast þessi nýju og góðu nærför
fínasta þeli. Stæltist hann nú allur '|l
eftir að hann var kominn í hreiM
fötin og sagði Jörundi að nú mun
hann ekki víla fyrir sér að hjálpa eltr
hvað til við hákarlinn. .
tók
Að nokkrum mínútum liðnum
og
hann við vaðnum sínum eins
ekkert hefði í skorist. Stappaði haM
niður fótunum og sagði: „O, nu s
ég þó svei mér reyna til þess að duga'
Eftir þetta héldu allir áfram hvíldaf
laust við hákarlinn, þangað til skíp1
var orðið hlaðið. Þá bað Jörun u(í
menn sína að sigla svo nærri „suðrio11
sem þeir gætu á leiðinni í land. Þao ‘.
sagt um Jörund að hann hefði al ^
nefnt önnur strik á kompásnum
86
SJÓMANNADAGSBl