Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 91
h®stur. Ásmundur bróðir minn var
Þwna en hann var mikill færafiski-
^aður og náði því oftast að fiska
^st. Satt að segja stóðu sumir
sólarhring eftir sólarhring án þess að
leSgja sig. Kappið var svona mikið.
^egar verið var að færa sig til eða
■'kippa" fóru menn oftast niður og
lögðu sig, en ekki hafði seglið fyrr
Verið tekið niður þegar þeir voru
°ninir upp. Það þurfti aldrei að vekja
Einkum var fiskað út af Vest-
^iörðunum, á Barðagrunninu og út af
^únaflóa. Lengst var farið á
Sk;
agagrunn.
^ataræðið var þannig að menn fengu
Utdeildan kost — brauð og nokkuð af
,Ilargaríni og sykri. Svo var dönsk
^ösamjólk notuð út í kaffið. Kjöt var
j^rneiginlegt, stundum nýtt kjöt til að
ytja með en síðan saltkjöt. Svo var
Pað fiskurinn sem var aðalfæðan og
^enn voru svo nákvæmir með þá bita
Sern þeir áttu að hvert stykki sem soðið
'ar merktu menn með bandspotta:
E
*nn var með lúðu, annar steinbít,
Ni rafabelti o.s.frv. og þetta mátti
ruglast.
eð Kristjáni á Pilot var ég í þrjú
Sumur. Þá var ég orðinn sautján ára og
°r þá alfarinn að heiman. Það var árið
+5 og var ég á bátum frá Arnarfirði
skeið en síðan lá leið mín til ísa-
Jarðar. Þar var systir mín gift kona, og
eg iðulega athvarf hjá þeim
J°num, en ég var í skiprúmi á ýmsum
atum um skeið.11
astu
°g fi
mi:
mmtíu lestir að stærð, minnir
Ear var skipstjóri Ingvar
^arsson og með honum var ég í tvö
r saltvertíðinni sem svo var kölluð
áh"Um uPPundir þrjátíu manns í
°ln en færri á ísfiskiríinu — ellefu
vélb
^Pphaf togaraferils míns
p0lís árið 1931 réðst ég á einn ísa-
^arðartogaranna og var hann
, avarður fsfirðingur. Þetta var einn af
Sh' togurunum, tæpar tvö hundruð
eða tólf menn. Isfisktúrarnir voru líka
styttri, ellefu til tólf dagar, en lengd
saltfisktúranna fór eftir fiskiríinu og
voru þeir nokkru lengri en á ísfiskiríi.
A þessum árum voru vökulögin
komin; menn stóðu í tólf tíma en
sváfu í sex. Eftir á að hyggja var vistin
um borð í Hávarði ísfirðingi ekki svo
ströng sem ég síðar átti eftir að kynn-
ast. Fiskirí var tregt þessi árin og oft
keyptum við fisk af róðrarbátum þegar
til stóð að sigla með aflann — oftast til
Grimsby og Hull.“
Þrír íslendingar í breskri áhöfn
„Að lokinni vist minni á Hávarði
ísfirðingi fór ég suður til Reykjavíkur
og hefur það verið 1933. Þar fékk ég
pláss á enskum togara og var hann
„Imperialist,“ þá einn stærsti togari
sem gerður var út hér við land, sjálf-
sagt einar 500 lestir. Með þennan tog-
ara var Ólafur Ófeigsson og vorum við
á saltfiskiríi alla vertíðina en ísfiskiríi á
vorin. Á ísfiskiríinu vorum við færri í
áhöfn að vanda og vorum við þá
aðeins þrír íslendingar um borð, en
allir hinir voru Bretar. Við íslending-
arnir vorum Bjarni Ingimarsson sem
síðar varð frægur skipstjóri, Halldór
Jónsson og ég.
Ekki var ég á „Imperialist“ nema fram
á næsta vor, því þá fór ég til
Siglufjarðar og vann þar að söltun og
við það var ég í fimm sumur alls. Á
vetrum var ég aftur á móti á togurum
- lengst á Karlsefni með Halldóri Ingi-
marssyni og Venusi með Vilhjálmi
Árnasyni. Þá var ég eina vertíð á Sviða
með Kristjáni Kristjánssyni sem
ættaður var úr Bolungarvík. Ágætis
fiskirí var á togurunum þessi árin.“
Englandsiglingar á skipum
Tryggva
„Ég fór í Stýrimannaskólann 1940 og
útskrifaðist vorið 1942, en skólinn var
þá eins og hálfs vetrar nám. Þegar
Andinn um borð í kútternum var ágœtur en
metnaður var mikill milli manna. (Ljósm.
Sjómannadagsbl./Björn Pálsson)
náminu lauk fékk ég pláss sem annar
stýrimaður á Júpíter sem Tryggvi
Ófeigsson gerði út. Skipstjórinn var
Bjarni Ingimarsson. Hann var
afburðasjómaður og fiskimaður með
afbrigðum, sem allir vita. Nú var
komið fram á stríðsárin og sigldum við
til Englands með fisk til stríðaloka.
Aðeins varð hlé þegar hætt var að sigla
eftir að Reykjaborginni og Jóni Ólafs-
syni var grandað.
Ég varð ekki mikið var við stríðátökin
í þessum siglingum. Þó man ég að
þegar við eitt sinn vorum á leið á
Selvogsbanka og vorum að sigla fyrir
Reykjanes, sá ég glampa á kafbát sem
lá þar ofansjávar, en hann skipti sér
ekkert af okkur.
Þá bar það oft við að við sáum tundur-
dufl en af þeim var mikil mergð þegar
komið var undir strendur Bretlands og
allur Norðursjór var þakinn tundur-
duflum. Þar urðum við að sigla í
skipalest eftir ákveðnum leiðum undir
leiðsögn herskipa.