Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 100
Fjögur bréf frá ungum
ævintýramanni
Henrý A. Hálfdansson frumkvöðull
Sjómannadagsins var um tvítugsaldur í
siglingum víða um heim á árunum 1923-
1924. Fjögur bréfsem hér birtast varpa
nokkru Ijósi á œvintýri hans
Henry A. Hálfdansson háseti á bandarískri
skonnortu við Alaska. Hann er þarna tvt-
tugur að aldri.
Fyrir atbeina Hálfdáns Heynryssonar
bárust Sjómannadagsblaðinu nýlega í
hendur fjögur fróðleg og skemmtileg
bréf sem faðir hans, Henrý A.
Háldansson, ritaði um tvítugsaldur, en
hann var þá í siglingum víða um heim
og lá leið hans allt frá Washingtonfylki
í norðvesturhluta Bandaríkjanna til
Yokohama í Japan.
Henry var fæddur þann 4. júlí 1904
og fór ungur á sjó. Aðeins 14 ára réðst
hann á danskt saltflutningaskip sem
sigldi til Spánar. Eftir það var hann í
nokkur ár á bátum frá Isafirði en sigl-
di 19 ára gamall til Kaupmannahafnar
og hugðist komast á sjóliðsforingja-
skóla eins og ljóst verður af bréfunum
hér á eftir. En hann skorti tilskilinn
undirbúning til þess að komast á
skólann og réðst hann þá á nýtt, dan-
skt flutningaskip sem flytja skyldi
trjávið til Japan, en þar var mikið
endurreisnarstarf í gangi vegna hinna
ógurlegu og mannskæðu jarðskjálfta
þar 1923. Að þessum siglingum
loknum strauk Henry af skipinu og
stundaði síldveiðar við Alaska um
tíma. Þegar hann kom til Seattle á ný
hugðist hann setjast að í
Bandaríkjunum og sótti skóla í ensku
o.fl. af þeim sökum um tíma... En
umsókn hans mun hafa strandað á því
að til þess að fá innflytjendaleyfi varð
viðkomandi að hafa verið þrjú ár í
landinu. Þar með var Henry neitað
um „græna kortið“ svonefnda og ekki
nóg með það: Hann var fluttur í fang-
elsi á hinni frægu Ellis Island utan við
New York og látinn bíða þar brott-
flutnings frá Bandaríkjunum. Lengi
var til mynd af Manhattan sem ha*1'1
teiknaði út um fangelsisgluggann eI1
hún er nú því miður glötuð. Hel111
kominn gerðist hann loftskeytamað111
og var um árabil loftskeytamaður 3
togurum, en réðst árið 1944 ^
Slysavarnafélagsins þar sem ha1111
vann sitt langa og farsæla starf í þ^11
sjómanna til dauðadags.
En skemmtileg og fróðleg eru þesSl
bréf frá manninum sem seinna vaf
• Til
frumkvöðull Sjómannadagsins. 1
glöggvunar á því fólki sem hann skrif
ar skal getið um að móðir hans va
Þórkatla Þorkelsdóttir í Hnífsd^’
Björn er fósturfaðir hans
Friðsteinsson í Hnífsdal (fórst á ve^
bátnum Trausta á Siglufirði 192b)> en
tvö síðustu bréfin ritar hann fr£nkl1
sinni Guðrúnu Jónsdóttur í Hnífsd^’
100
S)ÓMANNADAGSBjAgí^