Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 101
Vendersgade 23 Köbenhavan K 25. okt. 1923
Elsku mamma
Nú eru bráðum komnar þrjár vikur síðan jeg kom til
Hafnar. Við vorum fimm ísfirðingar saman og alla leið-
lr>a í sama klefa á skipinu og sama húsi, síðan við
komum hingað. Það eru þeir Leópoldssynir Þórhallur og
Jón, Aðalsteinn sonur Jóns Þórhallssonar, þessir ætla allir
a Kaupmannahafnarskólann og Daníel sonur Jóhannesar
pósts sem ætlar á Iðnaðarmannaskólann, og svo jeg.
Fyrst gistum við á hinu „Nýja Missionshóteli“ af því að
við vorum ókunnugir. Þar gistum við í þrjá daga meðan
við vorum úti um allt að fá leigð herbergi handa okkur.
Af þeim var hægt að fá nóg með fallegum húsgögnum,
en þau voru bara dýr. Seinast völdum við herbergi hjá
gamalli piparkerlingu sem kallaði sig fröken. Herbergin
eru mjög þægileg, en við kunnum ekki við mataræðið,
fáum oftast eitthvert kál, kartöflur og svínaflesk.
Þetta er náttúrulega ekkcrt vondur matur fyrir þá sem
eru vanari við hann en við af honum. Þeir eru allir búnir
að fá sér leigt annars staðar og flytja um mánaðamótin.
Kerlingin er oft skemmtileg í viðmóti og segir okkur hitt
°g þetta, og við segjum henni í staðinn ýmsar trölla-
sögur frá Islandi. Þegar við vorum að spyrja hana hvort
fún hefði nokkurn tíma haft íslending, sagðist hún hafa
haft einn fyrir mörgum árum, en aftur á móti marga
Færeyinga, Grænlendinga og Finna, en við skutum inní
á íslensku að hún hefði sem sagt haft allra sveita kvikindi.
Fótti okkur leitt að vera taldir upp með verstu óeirða-
Seggjunum. Fæðið og herbergin kosta einar hundrað
krónur fyrir hvern okkar um mánuðinn, sem er svona
130 kr. ísl.
Við erum búnir að labba um borgina þvera og endilanga,
aftur og aftur og skoða hinar merkustu byggingar og
súfn, hæstu turna og lystigarða. Ber margt og mikið fyrir
augu, sem gaman er fyrir útlendinga að sjá og athuga.
fkernmtanir eru margar og margvíslegar fyrir þá sem
núga peninga hafa. En í sjálfu sér er lífið bara leiðinlegt,
H. 6 á morgnana vaknar maður við skröltið í vagnhest-
Unum. öskrin í bílunum, slætti í sporvögnunum,
Hukknahljóð og járnbrautavæl, og allan þann gauragang
Serr> hundruð þúsunda manna gera í þéttskipaðri borg.
Fftir labbið á steingötunum verður maður jafn þreyttur
°8 í hörðustu kolavinnu. Umferðin er stundum svo
rnikil að lögregluþjónarnir verða að láta umferðina í
e>nni götu hætta, til að hægt sé að komast áfram í annarri.
^íðan jeg kom til Hafnar hefur lífið gengið nokkuð
ævintýralega hjá mjer, jeg hef semsagt daglega verið að
flækjast á milli mestu manna borgarinnar og Dana. Þú
getur varla trúað hvað jeg hef verið ósmeykur að tala við
þá. Þú veist ekkert um það að þegar jeg ásetti mjer að
fara til Danmerkur, hafði jeg alltaf í huganum að komast
inn í sjóherinn eða á skólann. Svo þegar jeg kom til
Hafnar var það rnitt fyrsta verk eftir að jeg var korninn
í ró að heimsækja sendiherra Islands herra Svein
Björnsson og spyrja hann hvort Islendingar fengju að
læra herstjórn og sjómannafræði í Danska sjóhernum.
Hann tók vel á móti mjer og spurði hvort jeg hefði hug
á þessu og vísaði mjer til Hartungs flotaforingja, Chefans
fyrir Kadettaskólanum. Það er sá sem var kommandör á
herskipinu „Fylla“ og tók flesta togarana 1921.
Til hans fór ég undir eins daginn eftir, hitti jeg hann í
skólanum og þurfti að fara í gegnum marga officera til
að komast inn til hans, þar sem hann sat í fullum ein-
kennisbúningi með sverð við hlið. Jeg kynnti honum
mig þarna sjálfur og rjetti honum nafnspjaldið mitt,
bukkaði mig og beygði, eins og jeg hafði lesið um að gert
væri í skáldsögum og sjeð á kvikmynd og bar upp
erindið hvort hann vildi ekki gera svo vel að gefa mjer
upplýsingar um hvort að íslendingur fengi og hvað hann
þyrfti til að verða sjóliðsforingi. Hef jeg aldrei á ævinni
hitt alúðlegri eða kurteisari mann. Hann bauð mjer til
sætis í mjúkum hægindastól og spurði hvort jeg væri
stúdent, jeg sagði honum að jeg væri ekki það og yfir
höfuð lítt lærður og hefði mest það sem af væri stundað
sjó. Þá sagði hann mjer að aðsókn að skólanum væri svo
mikil að það hefðu verið gefin út lög um að enginn fengi
upptöku í skólann nema hann hefði stúdentspróf eða
hefði lesið undir inntökupróf í „Polyteknisk Læreanstalt"
Fjöllistaskólanum og hefði fengið fyrstu einkunn í
reikningi, ensku, þýsku og frönsku. Enn fremur sagði
hann að ef þetta væri fastur ásetningur minn þá gæti jeg
tekið „kursus lærdom“ í þessum fögum hjer í
Kaupmannahöfn á sérstökum skóla sem til þess sé
ætlaður að lesið yrði undir upptökupróf, en um leið
sagði hann að það kostaði 450 kr. og að jeg yrði að uppi-
halda mig sjálfur einhvers staðar úti í borg. Sagði hann
að undirbúningurinn tæki tvö ár með því að lesa allt árið
um kring og með því að jeg yrði duglegur. Eftir það gæti
jeg fengið inntöku á liðsforingjaskólann og þar verði jeg
að lesa í fjögur ár, en vera til sjós á sumrin á her-
skipunum hingað og þangað úti um heim. A þeim skóla
kostar það aftur á móti ekkert sagði hann, þar fái jeg frí
föt að mestu leyti og fæði og húsnæði og 800 kr. f kaup
seinustu árin. Þá eftir 6 ár þegar jeg væri orðinn 25 ára
S,(fMANNADAGSBLAÐID
101