Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 104
að aldri, get jeg orðið sjóliðsforingi af seckond gráðu.
Þar með gaf hann ýmsar upplýsingar og skýrslu um
upptöku í skólann og skrifaði upp fyrir nrig ýmsar
leiðbeiningar og ráðlagði mjer að fara og tala við her-
málaráðuneytið danska. Síðan kvaddi hann nrig nreð
handabandi og sagði að það gleddi sig ef jeg gæti komið
í skólann.
En þetta gladdi mig ekkert þegar jeg hugsaði til þess að
jeg yrði að læra í tvö ár undir skólann og kosta mig hjer
í Kaupmannhöfn, því jeg vissi að á því hefði jeg engin
efni.
Svo í þeirri von að berjast til þess síðasta fór jeg til sendi-
herrans og sagði honum mínar farir ekki sljettar, það
þyrfti meiri lærdóm til að komast inn í skólann en jeg
hefði sjálfur haldið og sagði frá því sem hefði farið fram
milli mín og flotaforingjans og spurði um leið hvort jeg
gæti fengið lánaðar 3000 kr. hjá ríkinu gegn sæmilegum
rentum og léttum borgunarskilmálum eftir 6 ár. Sagði
hann að slíkt gæti jeg ekki fengið í hasti. Fyrst hefði ríkið
litlum peningum úr að dreifa og svo yrði slík krafa að
fara í gegnum þingið og myndi jeg ekki geta fengið það
fyrr en seint í vetur og þá væri veturinn orðinn eyði-
lagður fyrir mig. Svo sagði hann að 3000 kr. myndi verða
langtum of lítið fyrir mig og tók til dæmis háskóla-
stúdentana sem fengju 100 kr. styrk á hverjum mánuði
og sagði að sjer þætti það ekki voða mikið þótt jeg færi
með 6000 kr. í þessi tvö ár. Enda er gengismunurinn
voða mikill, hjer er íslensk króna á 70-80 aura og þó er
allt jafn dýrt og ef ekki dýrara en á íslandi.
Sendiherrann gaf mjer tvö ráð, annað að bíða þangað til
í lok nóvember að forsætisráðherrann kæmi út og tala
um þetta við hann, en um leið sagði hann að þetta ráð
væri verra, fyrst vegna þess að forsætisráðherrann gæti
ekki og kannske vildi ekki ráða þessu einn og þá væri jeg
búinn að bíða til einskis og búinn að eyða þeim aurum
sem jeg hefði og gæti þá ekki komist upp. Hitt ráðið
sagði hann að væri betra, að jeg flýtti mjer upp til íslands
og talaði sjálfur við stjórnarráðið, og sagði hann að það
hefði bestu áhrifin ef þeir sæu mig sjálfir, heldur en ef
þeir fengju hvítan pappír með einhverjum stöfum á og
að það gæti vel verið að þeir vildu kosta mig til náms, því
ríkið þyrfti bráðum á svona mönnum að halda.
Svo nú eftir að vera búinn að eyða öllum mínum
peningum í þetta verð jeg að sigla upp til Islands til að
fara að kljást við þá í Reykjavík, en hvað á að gera ef
nraður hefur sett sjer eitthvert takmark, þá verður maður
að reyna hvað sem er til að keppa að því, þá hefur maður
ekki sjálfum sjer um að kenna. Til að vera ekki alveg
peningalaus þegar jeg kem upp ætla jeg að fá á að vinna
mig upp á á einhverju skipinu og helst að fá pláss á ein-
hverju af skipum þeim sem ganga upp til íslands. Mjer
þætti vænt um ef þú gætir fengið Halldór til að ráða ekki
fastan mann í staðinn fyrir mig þangað til jeg kem, því
jeg þarf að vera uppi þangað til í maí í vor ef að þingið
verður gott við mig og jeg geti farið að læra þá. Skilaðu
kærri kveðju til Björns og systkina minna. Þinn einlægur
sonur
Henry A. Hálfdánarson
Es.: Mundu eftir happdrættismiðunum sem á að draga
um í nóv. Þeir eru í kommóðunni. H.
Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið
Önnumst einnig viðgerðir á flot- og
BJÖRGUNARBÚNINGUM.
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjarslóð 9 • Örfirisey
Sími: 551 4010
104
SJÓMANNADAGSBLAgi£