Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 110
vanalega út á Grunnhala eða út á
Barðagrunn og lögðum þar í hall-
anum.
Ég man að þegar við vorum að stíma í
land um kvöldið þann 11. janúar (en
ég átti þá stýrisvaktina), bregður svo
undarlega við að þessi ónotatilfmning
sem ég gat um hverfur með öllu. Þetta
voru mikil viðbrigði, svo áleitið sem
þetta hafði verið, og ég var góða stund
að átta mig á hvað gerst hefði. Þannig
gat ég ekki orða bundist þegar ég sat
við matborðið um kvöldið, en segi við
konuna mína að ég haldi að eitthvað
muni koma fyrir. Sem von var tók hún
ekki mikið mark á mér, því engin
ástæða var sýnileg sem benti til að eitt-
hvað færi úrskeiðis."
„Hann ætlar nálægt okkur
þessi!"
„Aðfaranótt þess 12. janúar þegar við
héldum út aftur var hörkufrost og
gekk á með éljum. Við héldum út á
Barðagrunn, lögðum lóðina og
byrjuðum svo að draga. Þarna var
„neistafiskirí“ sem þýðir að við
fengum nokkra fiska í lotu en ekkert á
milli. Við drógum tvö tengsli í einu og
þetta hafði gengið ágætlega um nótt-
ina.
Komið var fram undir hádegi og við
áttum eftir 40 bjóð, þegar ég veiti því
athygli að línan er farin að liggja
fullmikið aftur með bátnum. Mér
verður litið upp og kem þá auga á tog-
ara sem virðist vera á fullri ferð og sé
að hann stefnir í áttina til okkar. Mér
verður að orði að hann rnuni ætla að
fara nálægt okkur þessi en er þó
einkum að hugsa um línuna.
Ég lít upp í gluggann til þess að gæta
að hvort Gísli hafi orðið var við
hvernig lfnan lá og sé strax að hann er
á sínum stað. Eflaust hefur hann verið
að snúa bátnum í stjórnborða. Við
vorum nú komnir langt með að draga,
áttum aðeins nokkur tengsli eftir. Ég
hafði nýlega tekið við af Herði að
gogga af en hann byrjaður að draga og
Rafn blóðgaði. Magnús háseti hafði
skroppið niður til þess að fá sér bita og
kaffisopa.“
Skammt stórra högga í milli
„Um leið og ég leit af Gísla þar sem
hann stóð í brúnni kom ég auga á tog-
arann aftur: Hann var enn á fullri ferð
og stefndi beint á okkur á Súgfirðingi
- og var nú kominn svo nærri að
árekstur var óumflýjanlegur.
Fyrsta hugsun mín var sú að ná mér í
eitthvað til þess að halda mér í. Ég
greip í bómuna, og nú gerðust hlut-
irnir svo hratt að ég má hafa mig allan
við að halda réttri röð atvikanna.
Togarinn renndi rakleitt á bátinn og
skipti engum togum að stefnið á
honum gekk inn í hann miðjan!
Við Hörður og Rafn þutum aftur á því
okkur hafði hugkvæmst að komast þar
að lóðabelgjum sem nota mætti til
þess að fleyta sér á. Ég hafði gripið
með mér hníf til þess að losa belgina.
Bátnum hallaði nú mjög mikið á bak-
borða.
Þegar áreksturinn varð hafði báturinn
fest á togarastefninu eitt andartak en
vegna afturkasts af högginu hrökk
hann nú frá - og samstundis renndi
togarinn í hann á nýjan leik. Við
þennan seinni árekstur gekk hann inn
í bátinn nokkru aftar og mölbraut
brúna að framanverðu. Nú lagðist
báturinn alveg á brúargluggana.
Okkur þremenningunum hafði
heppnast að ná belgjunum lausum, en
meðan togarinn var þannig að brjóta
bátinn í sundur kom mér eitt andartak
í hug að reyna að komast upp á akker-
ið á honum, en það var fellt inn í hólf
eða skáp og leist mér ekki á að komast
um borð í hann þaðan.“
Belgirnir drógust á sjávarbotn
„Nú skipti engum togum að
Súgfirðingur sökk og ætla ég að það
hafi tekið svo sem eina mínútu. Rett
áður en fyrri áreksturinn varð hafði eg
komið auga á að allir gluggar í b‘u
togarans voru lokaðir, en sá nú *1('
glugga hafði verið lokið upp þar efra
sem sýndi að áhöfnin hefði loks orðið
einhvers vör. Síðar kom það fram vl°
sjópróf á ísafirði að skipstjórinn hafð'
fyrir skömmu verið búinn að stilla
ratsjána af skemmri vegalengd yfir a
lengri, og vegna þess hve ratsjalU
verður þá ónákvæmari munu þeir ekk'
hafa séð bátinn.
Við færðumst nú samstundis á kaf °í
ég hlýt að hafa misst meðvitund urf1
sinn, en svo geigvænlega kaldur vat
sjórinn að ég fann mig kreppast santa*1
sem í heljarklóm. Þó hef ég haldið tak1
mínu á belgjunum, því þegar ég kef1
til sjálfs mín aftur er ég kominn upP
undir sigluhún á affurmastri bátsi>lS
sem er að hverfa í djúpið. Mér td
skelfmgar átta ég mig þá á því að belg'
irnir mínir - sem voru tveir og bunfi'
nir saman - höfðu smeygst undir
stagið frá afturmastrinu og fest þat’
Þannig dró nú báturinn þá niður mc’d
sér en ég hafði ekkert lengur til a^
fljóta á.“
Sá grilla í menjurauðan skipS'
botninn
„Þegar ég hafði áttað mig á þessu reyn'
di ég sem best ég gat að halda met
uppi. Ýmislegt lauslegt sem skotið
hafði upp frá bátnum var á floti í krufy
um mig - stíuborð, fiskar og fleira. Þg
þóttist vita að þetta væru endalok111,
„Hér endarðu þá, karlinn“ man ég 3
ég sagði við sjálfan mig og ekki a
ástæðulausu.
Togarinn var nú tekinn að keyra veliua
aftur á bak en slík ferð var á honum 3
hann rann enn áfram - og skyndilefy
var ég kominn upp að síðunni a
honum kulmegin. Vegna ferðarinnata
skipinu byrjaði ég að sogast niður me
síðu þess og enn man ég eftir men|u
rauðum skrokknum sem grilfr1
110
SJÓMANNADAGSBLAglj^