Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 112
Björgunarbáturinn Hannes P. Hafstein hefur
þegar sinnt á sjöunda tug útkalla
Sjómannadagsblaðið ræddi við fjóra félaga f björgunarsveitinni
Sigurvon um reynsluna af skipinu
Fjórir áhafharmenn á Hannesi Þ. Hafstein sem rœddu við ritstjóra Sjómannadagsblaðsins.
Frá vinstri: Sigurður Guðjónsson „alt muligt mand“ Arni Sigurpálsson skipstjóri, Ragnar
Kristjánsson vélstjóri og Sveinn Einarsson stýrimaður. (Ljósm. Sjómannadagsbl./AM)
Hannes Þ. Hafstein er fullkomnasti
björgunarbátur okkar að frátöldum
varðskipunum. Koma hans til landsins
fá Þýskalandi í apríl 1993 vakti mikla
athygli, því þótt báturinn vœri fenginn
notaður er hönnun hans og búnaður
eins og helst verður á kosið. Má geta þess
að þegar skipið var smíðað var talið að
það vœri best búni björgunarbátur
heims.
En til þessa hefur lítið verið um bátinn
fallað í Ijósi þeirrar reynslu sem af
honum er fengin á tveimur árum. Þar er
af mörgu að taka. Mun fiestum kunnugt
að Hannes Þ. Hafstein hefurþegar sinnt
á sjöunda tug útkalla, sem mörg hafa
krafist mikils afskipinu ogþá ekki síður
áhöfn þess. Ritstjóri Sjómannadags-
blaðsins brá sér suður í Sandgerði fyrir
nokkru og tók fóra áhafharmenn tali.
Voru það þeir Árni Sigurpálsson skip-
stjóri, Ragnar Kristjánsson vélstjóri,
Sveinn Einarsson stýrimaður og
Sigurður Guðjónsson sem kallar sig „alt
muligt“-manninn í hópnum. Fyrst
beinum við til þeirra spurningu um
aðdragandann að komu skipsins.
„Aðdragandinn að komu skipsins er sa
að við í Sigurvon og reyndar fleiri
sveitir innan SVFÍ vorum búnir að
leita nokkuð lengi að notuðu björgun-
arskipi“ segja þeir félagar. „Við vorum
búnir að vera hér með harðbotna
björgunarbát, Sæbjörgu, frá árinu
1985, en hún var einn fjögurra slíkra
það ár. Bátarnir voru fengnir tú
reynslu, því bátar af þessari gerð höfðu
ekki verið hér áður. Því miður sýndi
sig skjótlega að báturinn var ekki nógu
stór, vegna þess hvernig aðstæður eru
hér á þessu svæði.
Við vissum að við réðum aldrei við að
kaupa nýjan bát og einbeittum við
okkur því að notuðum bátum, eins og
ég sagði. Við höfðum leitað víða og
þar á meðal í Bretlandi, Banda-
ríkjunum, Þýskalandi og fleiri lönd-
um. En leitin gekk seint og ekki sist
vegna þess að slíkir bátar voru ekki a
lausu. Við gáfumst þó ekki upp þar
sem við töldum víst að einhvern tima
hlytu bátar að losna.“
Skriður kemst á málin
„Ef til vill réði það úrslitum um að
skriður komst á málin að 1992 fórst
bátur hér utan við Sandgerði. Fórum
við út á Sæbjörginni, en hún fékk á sig
hnút og skemmdist: Höggvarna-
slöngurnar rifnuðu af og varð okkur
þá ljóst að við svo ófullnægjandi tæki
gátum við ekki unað. Því var hafist
handa af endurnýjuðum krafti við að
hafa uppi á báti og leituðum við til
Hannesar Þ. Hafstein. Þótt hann væri
þá hættur sem framkvæmdastjori
112
SJÓMANNADAGSBLAPÍÖ