Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 118
Hin nýja bygging Sigurvonar er reisulegt hús, 360fermetrar að stærð, og aðstœður eru þar
eins og helst verður á kosið.
hingað inn eftir og var hér fyrstu árin.
Arið 1929 keypti einn af framámönn-
um SVFI, Þorsteinn Þorsteinsson,
notaðan, enskan björgunarbát úti í
Englandi. Þorsteinn, sem síðar varð
forseti SVFÍ, gaf félaginu bátinn og
var afráðið að staðsetja hann hér í
Sandgerði, líkt og Hannes Þ. Hafstein
nú. Var hann að sjálfsögðu látinn heita
Þorsteinn og er þar komin skýringin á
nafninu. Byggt var yfir hann skýli á
fjörukambinum og var hann geymdur
þar uns hann var færður til
Reykjavíkur.
Þegar Þorsteinn kom var sett á stofn
björgunarsveit innan sveitarinnar og
var hún fyrst og fremst áhöfnin á
björgunarbátnum. Geta fundabækur
þess að sumir urðu til að gagnrýna að
þessir menn fengu greitt fyrir hvert
útkall og var kaupið ein króna á
tímann! Fljótlega eignaðist Sigurvon
fiuglínutæki sem lengst af voru helstu
björgunartækin. Helsta verkefni
björgunarsveitarmanna fyrstu árin var
líka að kenna mönnum meðferð tæk-
janna. Þá var mikið um leitir á fjörum
þegar bátar höfðu farist hér fyrir fra-
man sem var afar algengt í þann tíð.“
Ný björgunarstöð
„Segja má að talsverð breyting verði á
starfsemi SVFÍ eftir 1960. Þá er
starfsvettvangurinn víkkaður, menn
taka meðal annars að þjálfa sig í leit á
landi og fullkomnar björgunarstöðvar
eru reistar. Árið 1970 byggðum við hjá
Sigurvon nýja björgunarstöð, en við
höfðum þá iengi verið í húsnæðis-
hraki. Húsið sem fyrir var og hýsti
búnaðinn var orðið hálfónýtt. Þessi
nýja stöð er 360 fermetrar að stærð og
aðstæður mjög góðar. Auk alls
björgunar-, sjúkra- kafara- og al-
mannavarabúnaðar sem þar er geymd-
ur á sveitin tvo fullkoma bíla sem
húsið rúmar einnig. Úr því að ég nefn-
di almannavarnabúnað er rétt að taka
fram að innan sveitarinnar starfar
svokallaður ruðningsflokkur, en hann
hefur verið þjálfaður á vegum
Almannavarna. Flokkurinn er þjálf-
aður til þess að leita að fólki í rústum
hruninna húsa.
Úr stjórnstöð. Héðan er leitar- og björg-
unaraðgerðum stjórnað með fullkomnum
fjarskiptabúnaði.
Eftir sem áður hefur sveitin samt ein-
beitt sér að sjóbjörgun og því sem sj°
viðkemur. I björgunarsveitinni eru u®
þrjátíu manns, en segja má að fjöldinn
hafi verið á bilinu tuttugu til þrjátiu
menn lengst af. Þótt segja megi að
starfið hafi gengið í bylgjum á þessum
langa tíma hefur það aldrei fallið
niður. Innan deildarinnar eru nu
skráðir rúmlega 500 félagar SVFÍ, sem
sýnir að starfið er í miklum blóma. •
Báturinn stendur sjálfur undir
kostnaði
„I því sambandi viljum við minnast a
allan þann gífurlega stuðning sem
Sigurvon hefur notið frá bæjarfélag'
inu, en starf sem þetta væri ófram'
kvæmanlegt hefðum við ekki notið
mikils skilnings almennings alla tíð>
þótt fyrst og fremst séu það sjómenn
sem styrkt hafa sveitina gífurlega 1
gegnum árin. Þeir eru enda mjög
ánægðir með að vita af staðsetning11
bátsins hér. Fyrir þetta viljum
koma á framfæri þakklæti okkar.
En ánægjulegt er að taka fram að alk
til þessa hefur báturinn getað staðið
undir sér sjálfur. Því veldur greiðsla
björgunarlauna til okkar, en
tryggingafélögin hafa sýnt okkut
sérstaka lipurð og skilning í því satU'
bandi. Við fáum greitt fyrir allar
þjónustuferðir okkar, en þegar um
björgunarferðir er að ræða er eng*n
greiðsla þegin.
Sjálfsagt er að minnast á að fyrir þremur
árum stofnuðum við unglingadeiÚ
innan sveitarinnar. SVFÍ hefúr lagt áher'
slu á þetta og starfa 20-30 unglinga'
deildir nú innan hinna ýmsu sveita °S
fer ört fjölgandi. Unglingadeildirnar
verða til þess að ungir menn kynnast
starfinu snemma. Sérstakir umsjónar'
menn sjá um að þjálfa þá yngri, encl‘
munu þeir taka við af okkur þeim eÚrl
þegar fram líða stundir. Þetta starf ef
þegar farið að skila árangri og nokku1
ungir menn orðnir athafasamir félagar-
118
SJÓMANNADAGSHAglÚ