Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1929, Blaðsíða 338
338
skipa: Páll Sveinsson kennari (forin.), D. Sch. Thorsleinsson læknir
(varaform.), Magnús Jochumsson kaupm. (ritari), Þorlákur Arnórsson
faókh. (bókavörður), Pjetur Þ. J. Gunnarsson kaupm. (gjaldkcri).
Alþingi.
Stofnað 930. Er háð í eigin húsi við Kirkjustræti. Alþingi skipa 42 þing-
menn. Af þeim eru 36 kjördæmakosnir og 6 landskjörnir. Þingið skiftist
i tvær deildir, efri og neðri deild. 1 neðri deild sitja 28 þingmenn og í
efri deild 14 þingmenn, 6 landskjörnir og 8 kosnir þangað af samein-
uðu þingi.
Forseti sameinaðs þings er nú: Magnús Torfason, sýslumaður. — For-
seti i neðri deild er Benedikt Sveinsson. — Forseti i efri deild er
Guðmundur Ólafsson. —: Skrifstofustjóri Alþingis er Jón Sigurðsson
cand. phil. (býr í Alþingishúsinu), sími 61. Hann er einnig gjaldkeri
þingsins, gfgreiðslumaður Alþingistíðinda, bóka- og skjalavörður og um-
sjónarmaður Alþingishússins.
Alþingishátíðarnefndin.
Forsætisráðherra, Ásgeir Ásgeirsson, Jónas Jónsson, Jóhannes Jóhann-
esson, Magnús Jónsson, Pjetur G. Guðmundsson, Sigurður Eggerz.
Alþýðubókasafnið
hefir húsakynni í Ingólfsstræti 12. Það tók til starfa 19. apríl 1923.
Bókaeign er nú um 7700 bindi. Safnið hefir lestrarsal fyrir fullorðna
og sjerstaka lesstofu fyrir börn. Það lánar út bækur til manna í bæn-
um og einnig sjerstaka skápa með bókum til skipa. Lántalcendur í bæn-
urn verða að kaupa lánsskirteini, er kostar 25 aura og gildir hvert skír-
teini fyrir 60—70 bækur. Lestrarsalurinn er opinn frá kl. 10 f. h. til kl.
10 e. h., nema í júlímánuði. Þá er honum lokað. — Barnalesstofan er til
afnota yfir skólatíma harna (1. okt. til mailoka). — Útlánstími er frá
kl. 7—10 siðd. Bókavörður er Sigurgeir Friðriksson. — Safninu stjórnar
nefnd og skipa hana: Knud Zimsen borgarstjóri, Kristján Kristjánsson
fornbóksali, Guðmundur Ásbjörnsson bæjarfulltrúi, Ólafur Friðriksson
bæjarfulltrúi, Páll E. Ólason prófessor.
Alþýðubrauðgerðin
er stofnselt 28. okt. 1917, og er sameign verklýðsfjelaganna í-Reykja-
vik, þeirra, sem eru í Alþýðusambandi íslands. Brauðgerðarhús, aðalút-
sölubúð og skrifstofa er á Laugavegi 61, simi 835. Stjórn skipa: Stefán
Jóh. Stefánsson bæjarfulltrúi, Sigurjón Á. Ólgfsson alþingism., Haraldur
Guðmundsson alþingism. — Framkvstj. er Jón Baldvinsson alþingism.
Alþýðufræðsla Stúdentafjelagsins.
,jFyrir henni gengst 5 manna nefnd, sem Stúdentafjelagið kýs. Þessir
eru riefndarmenn nú: Matth. Þórðarson þjóðminjav., Alexander Jóhannes-
son dr. phil., Halldór Jónasson cand. phil., SigurðUr Nordal prófessor,
Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri.
Alþýðuhúsið,
fyrirhugað stórhýsi á eignarlóð verklýðsfjelaganna við Hverfisgötu