Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1929, Blaðsíða 359
359
symfoniu-hljómsveit sem bœti og þroski lislarsmekk manna meti þvi að
halda hljómleika að staðaldri og leika bestu tónverk, gömul og ný.
— Hljómleikastjórar eru: Sigfús Einarsson, Páll ísólfsson. — Stjórn
skipa: Þórarinn Björnsson, Iíristján Sigurðsson, Björn Jónsson, Óskar
Jónsson. — Mcðlimatala 28.
Holdsveikraspítalinn
í Laugarnesi var reistur árið 1898. Hefir rúm fyrir 60 sjúklinga. Þar
cru nú rúml. 30 sjúkl. — Spitalalæknir er Sæmundur Bjarnhjeðinsson
prófessor (siðan 1898), Ilvcrfisg. 40, s. 1062. — Ráðskona er Valgerður
Steinsen. — Yfirhjúkrunarkona: II. Kjær. — Gjaldkeri: Þorkell Þor-
láksson. — Prestur: Síra Friðrik Hallgrímsson.
Hringurinn,
kvenfjelag, stofnað 26. jan. 1906. Stofnandi frú Kristín Jacobson. —
Tilgangur fjelagsins cr veita lijálp berklaveiku fólki. — Merkasta starf-
semi fjelagsins er Hressingarhælið í Kópavogi, sem fjelagið hefir verið
að safna fje til frá byrjun, og tekið var til afnota 14. nóv. 1926. Hælið
hefir rúm fyrir 25 sjúklinga, og auk þess ókeypis rúm fyrir eilt barn
(dánargjöf M. Hansens). Dvalarkostnaður er 6 kr. á dag, og greiðir rik-
ið 5 kr. þar af, eins og á öðrum berklaveikrahælum. — Hjúkrunarkona
hælisins er Þuríður Jónsdóttir. — Hringurinn hefir sjúkrasjöð innan fje-
lags fyrir fjelagskonur, og renna til hans iðgjöld fjelagskvenna (5 kr.
á ári) að frádregnum kostnaði við fjelagið. — Stjórn skipa: Kristín
Jacobson, frú, (form.), Guðrún Geirsdóttir, frú, (rit.), Ingibjörg Þorláks-
son, frú, (gjaldk.), Anna Daníelsson, frú, Jóhanna Zoega, frú.
Húsameistari ríkisins
er Guðjón Samúelsson (siðan 1919). — Skrifstofa á Skólav.stíg 35, sími
418. Opin kl. 10 f. h. til 4. e. li.
Hússtjórnarskólinn
var stofnaður árið 1897 með því markmiði „að leitast við að innræta
þjóðinni þann hugsunarhátt, að þykja það lítilmannlegt að eyða meira
en hægt er að afla, að nieta hreinlæti og reglusemi fremst af öllum þeim
þægindum, er mcnn geta veitt sjer, að reyna ný áhöld er veitt geta þæg-
indi, og veita þeim meðmæli, ef þau eru að gagni.“ — 'Námstimi er 3
mánuðir. — Forstöðukona og eigandi er Hólmfríður Gislasdóttir, Þing-
holtsstr. 28, simi 81. — Fastakennari: Ingunn Bergmann.
Hvítabandið,
kvenfjelag, upphaflega bindindisfjelag, stofnað 17. apríl 1895. Núver-
andi markmið fjelagsins er að koma upp „Hjúkrunarhæli“ hjer í bæ, sem
taki á móti fólki, sem leitar hingað til heilsubótar, en liefir ekki beina
þörf spítalavistar. Einnig þeim sem vantar heimili á undan og eftir spi-
talavist. — Auk þess stundar fjelagið aðra líknarstarfsemi, ver töluverðu
fje árlega til mjólkur- og fatagjafa lianda bágstöddum. — Sjóður fjel.
cr um 35 þús. kr. og er að mestu safnað á siðustu 6 árum. — Árstillag
er kr. 2,00. — Fjelagar eru 120. — Stjórn skipa: Ingveldur Guðmunds-
dóttir, Kópavogi, (form.), Sigurbjörg Þorláksdóttir (varaform.), Ingveld-