Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1929, Blaðsíða 353
353
og fjelagsskap meðal fjelagsmanna, að æfa j)á i riismíði og ræðuhöldum,
að auka skemtun og fróðleik meÖal þeirra. Tillag er 1 kr. — Stjórn skipa
nú: Ásgeir Hjartarson (form.), Gísli Brynjólfsson, Þórarinn Sveinsson.
Prjettastofa Blaðamannafjelag-s íslands
hóf starfsemi sina með árinu 1924. Annast frjettasöfnun fyrir dagblöð-
in í Reykjavík og nokkur vikublöð, sendir frjettaskeyti til blaða og frjetta-
fjelaga út um land, sömuleiðis frjeltaskeyti til skipa. Dregur sarnan frjett-
ir þær, sem útvarpað er frá loftskeytastöðinni o. s. frv. Skrifstofa á Sel-
landsstíg 20. Sími 1558. Forstöðumaður: Axel Thorsteinson.
Fríkirkjan
i Reykjavik er eign fríkirkjusafnaðarins, reist 1902 og aukin 1905 og
1924. Rúmar um 1000 manns. — í henni er mesta og vandaðasta orgel
landsins (kostaði fnll 40 þús. kr.). Orgelleikari er Páll ísólfsson. Með
hjálparar: Ásmundur Gestsson kennari og Sigurður Halldórsson trjesmiður,
— Messutími kl. 2 og 5 e. h. helga daga.
Príkirkjuprestur
er Árni Sigurðsson, Skálholtsstíg 7, siini 1233. Viðtalstimi kl. 7—8 síðd.
Fríkirkjusöfnuður
í Reykjavík er stofnaður 19. nóv. 1899, í þeim tilgangi „að cfla og út-
breiða frjálsan kristindóm". — Stjórn safnaðarins skipa: Formaður:
Arni Jónssón kaupm; safnaðarfulltrúar: Jón Ólafsson framkvstj., Jón
Brynjólfsson kaupm., Jón Magnússon yfirfiskimatsm., Hjalti Jónsson
framkvstj., Kristinn Jónsson vagnasm., Sighvatur Brynjólfsson, tollþjónn.
Varamenn: Kristján Eggertsson, Einar Einarsson. — Safnaðarráðsmenn:
Ásmundur Gestssoii kennari, Sigurður Halldórsson trjesiniður. Varamenn:
Filipipus Ámundason járnsm., Jón Jónsson verslunarm. — Gjaldkeri cr
Ásmundur Gestsson kennari, Laugaveg 2, s. 1778. Viðtalstími kl. 12—1
og 7—8 e. h.
Fræðslumálastjóri
er Ásgeir Ásgeirsson cand. tlieol., Laufási við Laufásveg (síðan 1926).
Fulltrúaráð verkalýðsfjelaganna
í Reykjavik fer með sameiginleg rnál fjelaganna. — Stjórn l>ess skipa:
Stefán Jóli. Stefánsson (form.), Felix Guðmundsson, Pjetur G. Guðmunds-
son (ritari).
Gagnfræðaskóli Reykvíkinga
er stofnaður 1. okt. 1928. Skólastjóri er Ágúst H. Bjarnason prófessor.
Skólanefnd: Pjetur Ilalldórsson bóksali (form.), Jón Björnsson kaupm.
(gjaldk.), Jón Ólafsson útgerðarstjóri. — Skólinn starfar í Iðnskólahúsinu.
Garðyrkjufjelag. (Hið íslenska garðyrkjufjel.)
var stofnað 1885. Fjelagið var lagt niður, þegar Búnaðarfjelag íslands
var stofnað 1899, en tekið upp aftur sem sjálfstætt fjelag 1918. Meðlimir
eru nú á 3. hundrað, víðsvegar um land. Árstillag er 2 kr., en æfitillag
20 kr. Stjórn skipa: Hannes Thorsteinsson lögfr. (form.), Skúli Skúla-
23