Eimreiðin - 01.10.1938, Side 14
358
MÁLSTAÐUR ÍSLANDS
EIMREIÐlN
mörgu leyti harða og hrjóstruga landi, við lífskjör, sem oft
hafa verið óblíð og örðug, skuli hafa tekist að lifa þjóðlegu
menningarlífi í þúsund ár, fábreytilegu að vísu, en þó svo auð-
ugu, að þjóðin hefur í sumum efnum getað lagt skerf til hinnar
alþjóðlegu menningar. Iíg hygg að óhætt sé að segja, að þetta
sé fágætt fyrirbrigði í sögu mannkynsins, æfintýri og afrek,
sem ekki eru mörg dæmi til annarsstaðar, og þótt vér hefðuiu
engan lagalegan rétt átt, þó hefðum vér með þessu unnið oss
fullan sjálfsákvörðunarrétt.
Vér tölum oft illa um oss sjálfa. Vér förum ekki í neina laun-
kofa með það, sem miður fer í þjóðlífi voru, og margt af Þvl’
sem vér segjum misjafnt um sjálfa oss, eigum vér skilið. ÞV1
er ekki að neita, að vér verðum að dragast með ýmsar ilku
kynfylgjur. En á hinn bóginn her saga vor öll vitni um þa®’
að í þessu kyni leynist undraverður kraftur og þróttur, og a°
hans væri þjóðin horfin fyrir löngu. Sumir myndu segja, a^
fjarlægðin frá öðrum þjóðum hafi gert oss auðveldara að l'Þ1
voru eigin lífi. Svo kann að hafa verið að nokkru, en á niót’
því vegur það, að einangrunin hefur á öðrum sviðurn verió
oss skaðleg og gert oss lífið örðugra og torveldara. Hvorugt
þetta, kraftur kynsins eða afstaða landsins, getur þó skýrt til"
veru íslenzku þjóðarinnar til fullnustu. Hér ber að saffla
brunni og um landsréttindin. í öllum hörmungum þjóðarinffl11
hefur fylgt henni einhver gæfa, sem hefur bjargað lífi henna1’
þegar það var í háska statt.
Hinn lagalegi réltur vor til sjálfstjórnar er nú viðurkench11
af þeim, sem vefengdu hann áður. Þeir sem á annað borð þekkJ*1
eitthvað til vor, vita að vér erum sérstök þjóð og viðurkenn*1
það. Vér njótum sjálfsákvörðunarréttar vors að fullu. En 'L1
erum ekki komnir fram hjá öllum skerjum enn. Vér þekkj11111
nóg dæmi þess, bæði gömul og ný, að lagaréttur þjóða hef111
verið fyrir borð borinn, og jafnvel þótt aðrir traðki honffl11
ekki, þá getur þjóðin sjálf gert hann að engu með því að gk1*'1
því, sem réttlætir hann. Þjóð, sem glatar sjálfri sér, glatar th
verurétti sínum, og dagar hennar eru óhjákvæmilega taldir-
vér viljum vera fullvalda, verðum vér að vera þjóð. Þegar
því tölum um fullveldi vort og minnumst þess, að það vJl
viðurkent, þá er oss skylt að skygnast í vorn eigin barm, spy11’1