Eimreiðin - 01.10.1938, Side 103
KiMREIÐIN
RITSJÁ
447
tilefni sérstalirar greinar í þessum kafla þeirra fyrir erlenda. ferða-
^enn á íslandi. Allar l)rýr og næstum allir vegir eru svo mjóir að bílar
8eta ekki mæzt á þeim, og allir íslendingar eru bílveikir. Verður að
^a þetta nægja sem sýnishorn af upplýsingastarfsemi höfundanna fyrir
^erðamenn þá, sem hefðu hiig á að koma til íslands.
Sjötti kafli J)essarar furðulegu ferðal)ókar er samantíningur úr erlend-
UlTT ferðabókum um ísland, aðallega enskum, ýmist um landið, þjóðina
eða aðbúnað erlendra ferðamanna á íslandi. Er margt af þessum sam-
tíningi slitið út úr samhengi og liarla sundurleitt. Til þess að krydda úr-
'nlið, bjóða Jiöf. upp á lengsta orðið í islenzku, sem þeir telja að sé
»haestarjettarmalaflutunesmanskifstofustulkonutidyralylvill“, ritað eftir
beirra stafsetningu.
1>a cr frásögn um Jörund hundadagakong, aðallega eftir ferðabókum
beirra Hookers og Mackenzies, um íslenzkan kvöldverð árið 1801), eftir
^°oker, og um gosið í Öræfajökli 1927, eftir Mackenzie.
í niunda kaflanum, sem er ritaður á Stúdentagarðinum í Reykjavik 12.
jhli, barmar Auden sér yfir því, að hann viti ekki hvernig hann eigi að
rita bók um þetta ferðalag sitt til íslands, en liann verði að gera það, því
hann hafi gert samning um það við útgáfufélag i Englandi og fengið þaðan
hostnaðinn greiddan fyrirfram. Hann kveðst þá vera búinn að dvelja
' iku í Reykjavík, sem sé harla ömurleg, og ekki í annað hús að venda en
á eina hótelið, sem hafi vinsöluleyfi. Þá segist hann smámsaman vera
að kynnast fólki, svo að búið sé að fylla sig með slúðrh sem hann viti að
sé ^rumeiðandi, og upplýsingum, sem sig gruni að séu óáreiðanlegar.
bað virðist af þessum ummælum að dæma, sem höf. hafi lent í slæmum
félagsskap þegar eftir koinu sína hingað, og sé svo, má ef til vill segja,
að honum sé vorkunn. En svo virðist sem honum hafi fallið slúðrið betur
en hann lætur, því hann romsar upp heilmiklu af því, og lætur sér vel
hka. Til Þingvalla fer hann einnig, þykir fallegt þar, en á hótelinu þar ei
fult af fyllisvinum á hverju kvöldi. Síðan fer hann. upp í Norðuraidal
°g sezt að á Hraunsnefi, sem liann ritar Hraensnef.
Annars er það furðulegt livað Mr. Auden hefur sankað að sér af slúðri,
°g skulu hér nefnd nokkur dæmi, ekki til þess að halda slúðrinu á lofti,-
keldur þeim til viðvörunar liér á landi, sem gera svo lítið úr sér að vera
að slúðra í erlenda ferðamenn, sem hingað koma bráðókunnugir, hinu
°g þessu innanbæjar- eða innansveitarþvaðri, sem oft og einatt er eng-
*un fótur fyrir — og oftast einhverjum til miska: Götuvaltari hér er
kallaður „Briett“ eftir velþektri kvenréttindakonu, með bæklaða fætur.
^áttsettur stjórnmálamaður er sagður að þjázt af ofsóknaræði, síðan ein-
ilvcrjir krakkar á skíðaferð hlógu að honum. Prófessor einn lcigir öðrum
hjúskaparleyfisbréfið daginn fvrir giftinguna. Þessi og þessi stúlkan cr
lauslætisdrós. Þýzki konsúllinn smyglar vopnum inn í landið. íslendingar
kunna ekki að ala upp börn sín. Atvinnumálaráðherrann er talinn geð-
veikur o. s. frv. Ofan á þetta bætist svo það, að höf. hefur náð í klám-
visur, eina á latínu og aðra á afbakaðri islenzku, til þess að prýða með