Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 73
eimreiðin
„Hvar er Stína?"
Smásaga. Eftir Pórunni Magnúsdóttur.
„Hvar er Stína?“
„Hún fór út í Liverpool að kaupa
kaffi.“
— Þegar snöfurlegt fótatak segir
til þess, að Stína sé að koma heíni
frá kaffikaupunum, þvergirðir frúin
gangveginn. Hún hefur ótrúlega gott
lag á því að láta fara mikið fyrir
sér. Enda er það líka vissast, ella
kynni það að stelast stöku sinnum
úr vitund annara, hver væri frúin í
húsinu.
Stína staðnæmist ósjálfrátt í dyr-
unurn og athugar möguleikana til að
koniast klakklaust fram hjá hættusvæðinu. — Hún er hnellin
sveitastúlka með rjóðar, þriflegar ltinnar, stutt nef og djúpa
vinulág í efrivörinni. Augun eru hvít og blá, tindrandi skær,
eins og blámánar á björtum feldi. Hárið glóbjart, ívið dekkra
inn við rótina, það sýnir að hún hefur gengið berhöfðuð
1 sól og regni. Svipur hennar er eins og á ungviði, sem
sumarlangt hefur unað við ver óbygðanna og mótast af sjálf-
1-æðinu, en rekur sig nú óþægilega á, að búið er að taka það
i hús og að það er ekki lengur frjálst ferða sinna.
.,Hvað á þetta að" þýða, manneskja? Hef ég ekki margsagt
yður, að þér eigið ekki að vera að glyðrast úti í leyfisleysi?"
„Það vantaði á könnuna, og þetta er svo stutt að skjótast í
búðina, bara tvær glennur.“
„Tvær hvað ... ?“
„Tvær glennur,“ endurtók stúlkan í rnesta sakleysi.
„Þér eigið ekki að venja yður á svona klúrt orðbragð, ung
stúlkan. Ég kæri mig ekki um neina sveitadónafyndni inn á