Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 92
78
GRÖF JAKOBS
EIMREIÐIN
með gagnlegum upplýsingum um löncl og þjóðir. Björn Jór-
salafari skrifaði ferðasögu, sem nú er því miður glötuð, en
Arngrímur lærði mun hafa haft hana, hvað sem svo hefur
orðið af henni. Gissur Hallsson frá Haukadal skrifaði leiðar-
visi, er hann nefndi Flos peregrinationis — blóm heitgöng-
unnar — og fjallaði þar um Rómaferðir og Suðurlönd, en hann
var allra manna kunnugastur þar syðra og var betur metinn
í Róm en nokkur annar íslenzkur maður hafði verið fyrir hans
dag. Ferðasaga hans er nú fyrir löngu týnd. Nikulás Bergs-
son ábóti að Þverá ferðaðist víða um lönd (andaðist 1159), og
eftir hans fyrirsögn var ritað „leiðarvísir og borgaskipan“.
Fleira mætti nefna af þessu tagi, þótt hér verði ekki farið
lengra út í þá sálma.
Úr pílagrimsferðum til Santiago hefur dregið mjög á siðari
öldum. Þó er enn töluvert aðstreymi ferðamanna til borgar-
innar, scrstaklega í júli, en i þeim mánuði er messudagur
heilags Jakobs. Mörgum dýrgripum hefur verið rænt úr dóm-
kirkjunni, eða þeir hafa glatast á annan hátt, en þó á hún
enn mikinn auð, fágæta gripi og helga dóma. „E1 lenguajero“
— málamaðurinn — er trúnaðarmaður biskupsstólsins. Hann
verður að kunna mörg mál og vera vel heima í sögu staðarins.
Hann hefur það starf á hendi að sýna ferðamönnum af hin-
um ýmsu þjóðum dómkirkjuna og alla þá fjársjóði, sem hún
hefur að geyma. Þar getur enn að líta höfuð Jakobs postula,
mjólk úr brjóstum Maríu meyjar, svo hvíta og hreina, að það
er engu líkara en hún sé alveg ný; einn þyrni úr kórónu Krists,
sem á föstudaginn langa verður rauður sem blóð, að því er
sanntrúaðir sjónarvottar hafa fullyrt; smápjötlu úr kyi'tli
Mariu meyjar, höfuðin af sjö hinna ellefu þúsund meyja og
handlegg af heilögum Kristófer, stórvaxinn og kraftalegan.
Alt er þetta vandlega geymt í insta helgidómi hins veglega
guðshúss. Trúaðar sálir knékrjúpa þessum dýrmætu leifum í
óumræðilegri auðmýkt og lotningu og heita á þá til árs og
friðar. Og svo mikill kraftur fylgir trú þeirra, að blindir fá
sýn, haltir ganga og sjúkir menn verða heilir heilsu. Ef trúa
skal þeim sögum, sem þaðan eru sagðar, gerast ósjaldan slík
kraftaverk við gröf heilags Jakobs í Kompostela enn þann
dag í dag.