Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 21
eimreiðin VIÐ LÍKBÖRUR 7 gi’eiddi gullhár sitt fyrir jökulspeglum“, sá hann stíga á skip og yfirgefa land sitt, með stórum áformum, og koma aftur heim í þrá eftir nýjum framkvæmdum. Hann elskaði ísland. Ég hef aldrei heyrt neinn mann tala í meiri eldmóði og í rík- ari sonai’ást til ættlands sins en hann. Hann sagðist hafa farið víða um heim og séð margt stórfenglegt og fagurt. En fegurð íslands var í augum hans ofar því öllu. Og hann sá hér óend- anleg skilyrði. Hugmyndir hans um framtíð íslands voru glæsilegar. Það voru hugmyndir hugsjónamannsins, sem xnörg- um sinnum verður að sjá vonir sínar bresta, en sem þó ræt- ast einhvern tíma, þó ekki sé nema að litlu leyti, fyr en löngu eftir að hann hefur lagst til hvíldar í gröf sinni. Hann sá glögg- lega auðlindir landsins, vissi hvað bjó í fossum og fjöllum þessa lands, í moldinni og á fiskimiðum. Hann sá í anda þá tíina, er unt yrði að veita ljósi yfir alt landið, sjá verksmiðj- Ur rísa við fossana og landslýðinn búa við hamingju í hinu fagra, elskaða landi. í hinum norræna ættstofni var sá kjarni, sem hann treysti. Þess vegna átti hann stórar hugmyndir um íslenzku þjóðina. Og þess vegna hvatti hann hana til þess að stefna hátt, til starfa og fagurra dáða. Hann óskaði að verða auðugur maður, en i þeirri ósk bjó þráin eftir að vinna fyrir Island — að nota fjármunina í þágu lands og þjóðar. Það vissu allir, sem vel þektu hann. Stundum litu menn misjöfn- um augum á líf hans og starf — og ef til vill ekki að ástæðu- lausu. Hann fann sjálfur annmarka sína og bresti — ef til vill betur en nokkurt okkar grunar. Einu sinni sagði hann við uiig: „Það er gott að geta grátið yfir syndum sínum.“ En eng- um kemur hér dómur í hug, því „... einn er stór. Hér er stormahlé. Hér stöndum vér jafnt fyrir drotni“. Þótt hugur hans væri stór og hátt flygi andinn, átti hann viðkvæmt hjarta, hjarta, sem ekki mátti aumt sjá. Smælinginn átti i honum góðan vin. Og kunnugt var mér um, að hann fór á fund hans í leyndum, til að rétta honum bróðurhönd. Það olli honum eitt sinn miklum sársauka, að hann gleymdi að greiða fátækum manni lítið viðvik, áður en hann fór í utan- för. Eitt hið allra fyrsta verk hans, er hann kom aftur heim, var að fara á fund hans og gefa honum upphæð margfalt stærri en hann hafði unnið fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.