Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 80
66
HVAR ER STÍNA?
eimreibin
fiðuna sína, skjálfandi af ótta. Hún bætir inn í faðirvorið bæn
um, að hún hafi kjark lil þess á morgun að minnast á mein-
dýraeyði við frúna. — Hún hrekkur upp við söng úti á göt-
unni. LögregluJjjónninn er að koma heim eftir lystilegt frí-
kvöld, og félagar hans fylgja honum heim góðglaðir. Eftir
stundarkorn heyrir hún hark í stiganum. Næst er stigið upp á
loftsskörina og gengið inn þurkloftið.
„Ljúktu upp, Stína!“
Af vananum við að hlýða hverju kalli í þessu húsi bregður
lnin skjótt við, skríður til fóta í rúmfletinu sinu og réttir hönd
eftir lyklinum í hurðarskránni. En þá lýstur í hugann þeirri
skelfingarhugsun, að Óli sé fullur og vilji henni eitthvað voða
ljótt, eitthvað sem lítil, átján ára stúlka má ekki einu sinni
vita hvað er. Hún hættir við að opna og hrestur í skerandi grát.
„Elsku Stína, hvað er að þér?“ spyr Óli. í sömu svipan heyrir
hann umgang niðri í húsinu. Lögregluþjónninn kemur upp 'l
honum, hann skundar fram á loftskörina til þess að vita
hvað sé um að vera, en þá er hann spurður hvað gangi á. Stebba
stjúpa stendur í miðjum stiganum, fáklædd og myndug.
„Aumingja Stina er svo slæm af tannpínu,“ segir hann,
falskur og blíður. „Áttu ekki verk- og vindeyðandi dropa til
að setja í tönnina á henni?“
„Sneypstu i bælið,“ segir stjúpan höstug. „Ætli ég fari ekki
nærri um artirnar í ykkur.“
Frúnni halda engar læsingar, hún sezt á rúmstokkinn hja
Stínu og spyr ismeygilega: „Var hann eitthvað að hrekkja
þig, auminginn?“
„Nei,“ svarar Stína. „Hann kom ekki einu sinni hingað ínn.
Aldrei mun frúin viðurkenna, hvorki fyrir sjálfri sér ne
öðrum, að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum. Nýjungafíkn henn-
ar hefur misreiknað sig, hér er engin liráð.
„Hvað eiga þá þessi org að þýða um hánótt?“ spyr hun
ómjúk í máli og gengur burt með mikilli reisn.
— Stina færir Óla morgunkaffið í rúmið. Hann hefur Þors-
hamra í höfðinu.
„Varstu hrædd við mig í gærkvöldi, Stína mín?“ spyr hann
og rís upp við dogg.
„í nótt,“ leiðréttir hún. „Þú varst fullur.“