Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 24
248
GJÖFIN
Niaisnmia
„Ha — loðkápuna? — Já, en — hvað þú ert undarlegur maður,
Pétur!“
„Við erum þá ásátt um þetta, Karen?“
Þau gengu upp Karl Jóhans götu aftur, til loðvöruverzlunar-
innar. Um varir lians lék einkennilegt bros; hún var enn undr-
andi á svipinn og þagði, aldrei þessu vant.
En þegar hún litlu síðar sá sjálfa sig í stórum spegli, klædda
nýju loðkápunni, brosti hún til lians og roðnaði af gleði.
„Mér er sem ég sjái upplitið á læknisfrúnni!“ hvíslaði hún.
Hvað skilur okkur að?
Ég liorfi á liáa fjallið,
spyr hrelld: Hvort ertu það,
sem skeytir hörðu skapi
og skilur okliur að?
Eins brjóstið spurnin bifar,
er brim við ströndu hlær:
Hvort aðskilur hann okkur,
hinn úfni, stóri sær?
Og enn þín augað leitar,
cr uppi roðna ský:
Hvort ertu að elda baki?
— Enginn svarár því.
Ei fjall, ei haf, ei himinn,
þó heiman oft ég lít,
— en seinna, sem hver annar,
ég svarið rétta hlýt.
GuSrún Stefánsdóttir
frá Fagraskógi.