Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Page 87

Eimreiðin - 01.10.1944, Page 87
eimreiðin RITSJÁ 311 »• o. hefur misprentazt mörgu, f., ntögru. Ef einhver dregur þá ályktun af þesu, að prófarkir hafi verið illa lesnar, þá er það af því, að hann veit ekki hvað það er að lesa próf- arkir af því, sein línusteypt hefar verið. Hið gagnstæða er einmitt sannleikurinn: prentvillur í þessari bók eru stórum fœrri en nú tíSkast almennt lijá okkur. Yfir höfuð her nún þess nierki á margan hátt, að sá sem bjó hana undir prentun og vann að henni á annan hátt, en það gerði Freysteinn Gunnarsson skólastjóri, hefur annið verk sitt af mikilli sam- vizkusemi og alúð. Eg minntist áðan á útgáfu af öllum ritum Hallgríms Péturssonar. Því er miður, að þriðja bindið af útgáfu þeirra Gríms Thomsens og Sigurðar Kristjánssonar koin aldrei, og mun það lengi verða harmað. Þar áttu að koma rit Hallgríms í óhundnu máli, og mundi Grímur liafa haft eitthvað athyglisvert um þau að segja. Fyrir fáum árum sagði einn af merkustu Prestum landsins (séra Árni Sigurðs- Bon) mér frá því, að hann liefði þá verið að lesa þau, og þótti mikið til koma. En mundi ekki einmitt nú Vera unnt að koma því til leiðar, að hafizt yrði handa um vandaða og endanlega útgáfu? Eg get hugsað ■nér, að máli kunni að skipta að fá hana gerða, á meðan kostur er hand- leiðslu þeirra dr. I’áls Eggerts Óla- sonar og próf. Sigurðar Nordals, enda bótt aðrir ynnu verkið. Mér er nær að halda, að ef ekki skorti forgöngu góðra manna, þá mundi nú mega stofna til félagsskapar í þessum til- gangi, og það án þess að félagsincnn liefðu nokkurt fjárplógsaugnainið. Til allrar hamingju eru þeir enn margir, sem elska minningu Hallgríms og eru þess fúsir að fórna einhverju fyrir haua. Það er ekki næsta langt síðan að til mála kom að gefa út ófullkomna útgáfu af ritum Sigurðar Breiðfjörðs. Það áform féll ekki þeim mönnum í geð, sem unna minningu hans, og þegar vakið var máls á að stofna félag til þess að kosta heildarútgáfu af ritunum, vanda til hennar svo að ekki þyrfti umhóta við síðar, og að sjálfsögðu að fela verkið þeim fræði- manni, sem í áratugi hefur gert Sig- urð Breiðfjörð að sérgrein sinni, Sveinhirni Sigurjónssyni, kom það óðara í ljós, aö kostur var fjárfram- laga langt fram yfir það, er þurfa nuiiidi. En með því að ísafoldar- prentsmiðja tókst þá á hendur að standa straum af útgáfunni og vanda til hennar í livívetna, var liorfið frá félagsstofnun, enda aldrei liugsað 'urn fjárgróða af litgáfunni. Við þetta tækifæri sagði einn af fremstu kaup- sýslumönnum landsins, sem þarna ætlaði að leggja frarn höfðinglegan skerf, að þá mundi sig langa til að mega vera með, ef þannig yrði hafizt lianda um útgáfu af ritum Ilallgríms Péturssonar. Og það er víst, að ekki var það í atvinnuskyni, að hann óskaði að rnega verða með til slíkra framkvæmda. Fleiri ætla ég að reynast mundu sama sinnis, og smánarblett mundi þetta afmá af þjóðinni. Því er sem sé ekki að neita, að hcnni er það stórleg óvirð- ing að vanrækja minningu þess manns, sem hún á ef til vill meira að þakka en nokkrum öðrutn. Þá er og annað verkefni, sem híður aðgerða, en það er að gera orðalrók yfir Passíusálmana með svipuðum hætti og orðahók Jóns prófessors

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.