Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Side 60

Eimreiðin - 01.10.1944, Side 60
284 FÖLNUÐ BLÖÐ EIMREIÐIN Lónssveit eðia Bæjarhreppur er fögur sveit, umlukt mikilfeng- legum fjöllum á þrjá vegu. Fjallgarðarnir, sem lykja um hana, enda í sæbröttum fjallnípum, Yesturhorni vestan sveitarinnar og Austurhorni að austan. 1 faðmi þessara fjallarma livílir sveitin, stór skeifumynduð hvilft inn í liálendið, framundan langt íbogið sandrif meðfram sjónum, en innan þess tvö stór lón, Papa- fjörður og Lón, sem sveitin dregur nafn af. Byggðarliolt er um það bil í miðri sveit, þar er samkomuliús Lónsmanna og þar um liggja vegir um sveitina. Fjalllendið upp af Lóni er eitt- hvert hrikalegasta, sem til er liér á landi. Úr Lóni liggja fjall- vegir um Lónsheiði í Álftafjörð og um Norðlingaveg eða Víði- dalsveg og Hraun til Fljótsdals. Meðal fjalla, sem sjást frá sum- um stöðum í Lóni, eru Goðatindar í austurbrún Vatnajökuls, með Goðaborg, þar sem goöin áttu að eiga ból og margar sagnir eru um. Rögnvaldur hefur ort um stað þenna langt kvæði. Kvæðið heitir Goðaborg og hefst á þessu erindi: Þar stendur hún í storknum jökulsæ með stafna háa, sorfna klakahríðum, á tindaegg í tærum himinhlæ með tinnusvarta veggi á frera víðum. Þar syngur aldrei fugl um sumarstund, þótt sólin hiti vegginn, ísinn bræði. Þar réttir eilífð augnabliki mund, því allt er sofið, þar er helsins næði. í þetta „helsins næði“ hafa hin norrænu goð flúið fyrir Hvíta-Kristi, og þar dvelja þau í höllu liins dapra dauða, sofa þar fast og rótt, og svefnsins fjötur fellur aldrei af þeim nema aðeins örstutta stund hverja Jónsmessunótt, „er jörðin hvíhr sæl í daggar baði“. En sú lausn er skammvinn, því áður en varir hefur sólgullinn hamraveggurinn, sem opnazt liafði fynr ofurveldi sólar, lokazt aftur og „lieilt sem fyrr er klettaþihð svarta“. 1 kvæði þessu kennir geigs við kulda og ís frerabreið- unnar miklu, en þegar liöfundurinn tekur að lýsa sjálfri sveit- inni sinni, hverfur allur geigur og allt er vafið unaði og fegurð, enda þótt Jökulsá sé „tröllvaxin, straumliörð og stynjandú um stórgrýtið öslandi, sogandi, lirynjandi“, þar sem liún „váleg

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.