Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Page 22

Eimreiðin - 01.10.1944, Page 22
246 GJÖFIN eimreiðin lilíð. Ástin breyttist í vináttu, liamingjan í vellíðan. — Og hann liafði svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Lífið liafði ekki skorið lionum neitt við neglur sér. Konan við hlið hans var enn fögur og eiguleg. Hann átti með henni indæl börn, — og auk þess var liann vinsæll maður, sat í góðu embætti og naut virðingar samhorgara sinna. Efnalega afkoman mátti einnig lieita sæmi- leg. — Hvers var þá að sakna? Hversvegna varð liann svona angur- vær, þegar minningar frá liðinni æskutíð vitjuðu hans? Æ, það var víst aðeins augnabliks veikleiki; — og þetta, sem liann saknaði, var svo sem ekki neitt. Hverfult var það eins og geislar í skýjadans, draumur um draum, — en ógleymanlegt, og ekkert gat bætt það. Leiðslu var það líkt í minningunni — og þó raunverulegt eins og sorgin. Það var sjálft brosið á ásjónu gleðinnar — og liorfið sýn. Já, liorfið sýn, og allt var orðið breytt. Aftur leit liánn horn- auga til konu sinnar. — Einnig hún var horfin, vordísin hans, er andaði á lífið ljóma endur fyrir löngu. Við lilið lians gekk stolt og stæðileg kona, fögur að vísu, en næsta ólík og fjarskyld björtu dísinni hans. Húti lokaði augunum og roðnaði livert sinn, er hún var kysst, og laut höfði feimin, þegar þau voru ein saman innan fjögurra veggja. En þessi kona — roðnaði liún, var hún feimin? — Honum stökk hros, og það var ekki laust við, að liann roðnaði sjálfur. Hann var ef til vill lieimskur dári, sem kunni hvorki að geynia gæfu sinnar né meta hana? En á stundum vansældar og tóin- leika fannst honum ósjaldan, að konan hans hefði svikið öll lieitin dýru, er eitt sinn ljómuðu í feimnu augunum liennar. —- Þó var því kannski þannig varið, að hann liafði aldrei verið mað- ur til að taka við efndunum? Þegar þau voru í tilhugalífinu myndi liann fremur hafa kosið að deyja en missa liana. Nú varð honum ljóst, live miklu ríkari hann væri, ef leiðir þeirra hefðu skilið, meðan ást hans var lieil og lirein. Og þó óskaði hann þess ekki, óskaði þess alls ekki, þrátt fyrir allt! Hann brosti þunglyndislega; lionum fannst liann skilja, hvers vegna góður guð bænheyrir ekki allaf þá, sem ákalla liann, ' hvers vegna hann sjaldnast uppfyllir lieitustu óskirnar, þær, sem hjartað þráir mest.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.