Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 65
eimrbiðin FÖLNUÐ BLÖÐ 289 fegursta aldursskeiði, munu, ef að líkum lætur, ekki verða talin neitt stórfellt æviafrek í augum heimsins. En hversu oft eru ekki dómar heimsins fallvaltir og í algeru ósamræmi við liið sanna eðli hlutanna. Tíminn er afstætt liugtak, mannsævin einnig. Vera, sem lifir aðeins örfá ár í mannheimum, lætur stundum eftir sig djúptækari álirif en önriur, sem nær þar háum aldri. Og þegar þessum örfáu árinn hefur verið varið til að hugsa fagrar hugsanir, má þá ekki gera ráð fyrir því, að ávöxtur slíkrar iðju verði ríkulegur þar, sem andlegu verðmætin skipta öllu máli? Þjáningin er fáum aufúsugestur, sízt þeim, sem eru að hefja göngu sína á blómaskeiði lífsins. Það virðist hart að sjá von- irnar bregðast, framtíðaráætlanir allar hrynja, ástina, sem ætlað var, að biði við dyrnar, leggja á flótta. Það er oftast tilgangslaust að ætla að sýna þeim, sem fyrir slíku verða, fram á hið góða í þessari örlagarás. En stundum er eins og harmkvælamennirnir sjálfir öðlist þá innri sýn, sem þarf til að sjá hið góða í þjáning- unni og sætta sig við hana, jafnvel fagna henni. Það er ekki undrunarefni, að vita öldung, sem er saddur orðinn langra lífdaga, fagna því að fá að deyja. En liversu dásamleg er ekki stundum helfró æskumannsins. Það er eins og fjarræn, hálfbrostin augun skynji einhversstaðar inni á ókunnum víðáttum uppfyllingu allra þeirra glæstu óska og vona, sem liann ól með sér á skamm- vinnri ævi sinni hér. Mér finnst sem hinn gamli bekkjarbróðir hafi, er hann hvarf héðan, öðlazt þessa æðri sýn. Ég lield, að hann, sem með saknaðartrega orti um ilm hinnar fölnandi rósar, hafi fundið þann rósarilm aftur, margfalt áhrifaríkari en áður, í þeim lieimi hinna mörgu lieima, sem hann var settur til að starfa í að nýju. Sá „deyjandi ómur úr elskunnar liörpustreng“, seni hvarf honum á stund þjáningarinnar, hefur aftur hljómað uni sál hans, með sterkum nið og fyllt hina nýju tilveru lians áður óþekktum unaði. Blöðin, sem liann lét eftir sig, koma að líkindum aldrei öll fyrir almenningssjónir. Hér hefur verið sögð saga þeirra, og þó aðeins til hálfs. Sögu þeirra alla er ekki unnt að skrá nú. Það verður þá fyrst unnt, er sýn gefur til fulls yfir þann ávöxt, sem sáð var til á þessum fölnuðu blöðum lians, sem dó svo ungur, en þó svo ástfanginn af lífinu, sem aldrei deyr. < Sveinn SigurSsson. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.