Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 42
EIMREIÐIN Grár leikur. „Ég hjálpaði Doll í loðkápuna í anddyri gildaskálans,11 sagði Ivar. „Mjúk og voðfelld skinnin — skinn þessara mörgu, mörgu smádýra liuldu lierðar og axlir, bak og brjóst stúlkunnar, —- huldu þennan granna, spengilega, — en lirausta og stálslegna líkama. Hvílík gegndarlaus sóun á lífi og hamingju, — tak- markalausri hrifning hins dýra, stutta lífs, — hvílík vanvirða þess réttar, sem ég og þú þykjumst þekkja og virða, — fyrir eina lilýja — en þó einkum — dýra og eftirtektarverða loðkápu! En hvað var of gott, — livað var of verðmætt lianda Doll í kvöld? Ekkert. — Með hverju hugsanlegu móti gátu þessi litlu, mjúku dýr orðið fremur að gagni en gleðja liana og hlýja henni? Engu. — Auðvirðilegur var réttur þeirra til lífsgleði og ásta sam- anborið við þau þægindi og ánægju, er dauði þeirra gat veitt mér — og Doll. -—■ En við fremstu dyr gildaskálans blasti við úthverfan á til- verunni þetta liaustkvöld: Hrikaveður — ofsarok og lemjandi norðvestan slydda, er stóð nærri því beint í fangið. — Dyra- verðir og þjónar opnuðu og lokuðu liurðunum og lijálpuðu fólkinu að komast út í bílana, sem stóðu í röðum úti fyrir. — Yið Doll staðnæmdumst innan við og stóðum þar saman, þétt hvort upp að öðru, og ég lagði annan handlegginn utan um hana, granna og yndislega. Mér fannst okkur ekki liggja á, meðan liryðjan var verst. Kvöldið hafði allt verið unaðslegur forleikur, og mér duldist það ekki, að efni lians var enn þá ekki að fullu tæmt Hver mundi vilja missa nokkuð úr sónötu eftir Beethoven eða fúgu eftir Bach? Hin tæmandi nautn, í liverju sem er, ‘ jafnvel í kvöl og örvæntingu, — er eina hámarkið, eldskírnm, sem annaðhvort lamar og drepur, — eða lierðir og fullkomnar. — Það var gott að standa þarua í anddyrinu. — Bakvið okkur var glaðvært, þægilegt, kitlandi, unaðslegt, hlýtt, dreymandi ögrandi kvöldið — þrungið af eftirvæntingu, — æsandi efa, óvið- ráðanlegri þrá. — Hér um bil fullkominni vissu um það, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.