Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 90

Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 90
314 RITSJÁ eimreiðin til, svo sem eftir Guðmund G. Haga- lín, rithöfund, í Skírni, Þorstein Jóns- son í Andvara og dr. Stefán Einars- son hér í Eimreiðinni. Jakob Jóh. Smári skáld hefur séð 'unt útgáfu þessa af þeirri alúð og vandvirkni, sem vænta mátti. Hér er að finna allar þær sögur og leikrit Kvarans, sem áður eru til eftir hann á prenti og liann sjálfur mun hafa talið þess virði að varðveitast. Fylgt er fyrstu útkomutímaröð. Ritsafnið hefst á smásögunni Sveinn káti, sem fyrst kom út í tímaritinu Heimdalli árið 1884, og því lýkur á eigin hand- riti höfundarins að kvæði til konu hans, sem liann orti 21. dezember 1936. I þessu safni er t. d. hvorki að finna söguna Upp og niSur úr VerS- andi (1882) né leikritið Brandmajór- inn. Ýmislegt fleira frá æskuárum skáldsins vantar í safn þetta. Þá er hér heldur ekki að finna eina einustu ritgerð eftir Kvaran, enda mun til- ætlunin, að úrval ritgerða hans komi út síðar sem framhald ritsafns þessa. Eins og kunnugt er, liggur eftir Iiann urmull ritgerða og hlaðagreina, sem liafa bókmenntalegt og menningarlegt gildi. Hann var afburðasnjall blaða- maður og ritgerðaliöfundur, og ekki er líklegt að unnt sé að komast af með minna en 2—3 bindi í viðbót við þau 6, sem komin eru, eigi að gera þeirri hliðinni á höfundarferli hans fullnægjandi skil. Því hefur verið haldið fram, að raunsæisstefua 19. aldarinnar í dönsk- um bókmenntum hafi haft áhrif á skáldskaparferil Einars H. Kvaran. Þessa staðhæfingu verður þó að taka með varúð. Að sjálfsögðu fer liann ekki fremur en aðrir „Verðandi“- menn varhluta af áhrifum frá real- ismanum og höfuðpresti hans í Dan- mörku, Georg Brandes. En mjög snemma kynnist hann öðrum og nýrri andlegum hreyfingum, sem taka hug hans föstum tökunt. Atvik- in haga því þannig, að liann dvelur um langt skeið í Kanada, kynnist engilsaxneskum bókmenntum og and- legu lífi engilsaxncskra þjóða. Ur þeirri átt er það, sem stærsta og á- hrifaríkasta aldan flæðir inn í hug- arheima lians. Engilsaxnesk áhrif á skáldskap lians og andleg viðhorf koma undir eins í ljós eftir lieim- komu hans til Islands. Slíkra áhrifa hefur gætt í starfi ýmsra fleiri okkar beztu skálda og rithöfunda. Má t. d. nefna skáldin Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson. Ef til vill eru þau áhrif þó hvergi dýpri en í rit- höfundarstarfi Einars H. Kvaran. Engilsaxnesk áhrif á ýmis skáld vor er fróðlegt og sérstætt rannsóknar- efni, þótt hér verði ekki rakið nánar. Þegar Einar hverfur heim frá Kanada árið 1895, mun hann hafa verið far- inn að gefa gaum sálarrannsóknuiu, meðal annars kynnzt þeim af tímarit- inu Review of Revieuis, sem W. T. Stead stofnaði 1890 og var ritstjóri að til dauðadags. Stead var einn af hrautryðjendum sálarrannsóknanna, og hafði Einar mikið álit á honutn og tímariti hans. Árið 1903 kernur út hið fræga rit eftir einn af afkasta- mestu meðlimum brezka sálarrann- sóknafélagsins, F. W. H. Mycrs: Human Rersonality and its Survival of Bodily Death. Einar H. Kvaran ritar þegar unt það grcin í vikublað- ið Norðurland (27. júní 1903), sem sýnir meðal annars hve vel hann hef- ur verið farinn að fylgjast nieð þessum inálum þá. Um áhrif sálar- rannsóknanna á skáldskap lians cr öllum kunnugt, sem nokkuð hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.