Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Side 90

Eimreiðin - 01.10.1944, Side 90
314 RITSJÁ eimreiðin til, svo sem eftir Guðmund G. Haga- lín, rithöfund, í Skírni, Þorstein Jóns- son í Andvara og dr. Stefán Einars- son hér í Eimreiðinni. Jakob Jóh. Smári skáld hefur séð 'unt útgáfu þessa af þeirri alúð og vandvirkni, sem vænta mátti. Hér er að finna allar þær sögur og leikrit Kvarans, sem áður eru til eftir hann á prenti og liann sjálfur mun hafa talið þess virði að varðveitast. Fylgt er fyrstu útkomutímaröð. Ritsafnið hefst á smásögunni Sveinn káti, sem fyrst kom út í tímaritinu Heimdalli árið 1884, og því lýkur á eigin hand- riti höfundarins að kvæði til konu hans, sem liann orti 21. dezember 1936. I þessu safni er t. d. hvorki að finna söguna Upp og niSur úr VerS- andi (1882) né leikritið Brandmajór- inn. Ýmislegt fleira frá æskuárum skáldsins vantar í safn þetta. Þá er hér heldur ekki að finna eina einustu ritgerð eftir Kvaran, enda mun til- ætlunin, að úrval ritgerða hans komi út síðar sem framhald ritsafns þessa. Eins og kunnugt er, liggur eftir Iiann urmull ritgerða og hlaðagreina, sem liafa bókmenntalegt og menningarlegt gildi. Hann var afburðasnjall blaða- maður og ritgerðaliöfundur, og ekki er líklegt að unnt sé að komast af með minna en 2—3 bindi í viðbót við þau 6, sem komin eru, eigi að gera þeirri hliðinni á höfundarferli hans fullnægjandi skil. Því hefur verið haldið fram, að raunsæisstefua 19. aldarinnar í dönsk- um bókmenntum hafi haft áhrif á skáldskaparferil Einars H. Kvaran. Þessa staðhæfingu verður þó að taka með varúð. Að sjálfsögðu fer liann ekki fremur en aðrir „Verðandi“- menn varhluta af áhrifum frá real- ismanum og höfuðpresti hans í Dan- mörku, Georg Brandes. En mjög snemma kynnist hann öðrum og nýrri andlegum hreyfingum, sem taka hug hans föstum tökunt. Atvik- in haga því þannig, að liann dvelur um langt skeið í Kanada, kynnist engilsaxneskum bókmenntum og and- legu lífi engilsaxncskra þjóða. Ur þeirri átt er það, sem stærsta og á- hrifaríkasta aldan flæðir inn í hug- arheima lians. Engilsaxnesk áhrif á skáldskap lians og andleg viðhorf koma undir eins í ljós eftir lieim- komu hans til Islands. Slíkra áhrifa hefur gætt í starfi ýmsra fleiri okkar beztu skálda og rithöfunda. Má t. d. nefna skáldin Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson. Ef til vill eru þau áhrif þó hvergi dýpri en í rit- höfundarstarfi Einars H. Kvaran. Engilsaxnesk áhrif á ýmis skáld vor er fróðlegt og sérstætt rannsóknar- efni, þótt hér verði ekki rakið nánar. Þegar Einar hverfur heim frá Kanada árið 1895, mun hann hafa verið far- inn að gefa gaum sálarrannsóknuiu, meðal annars kynnzt þeim af tímarit- inu Review of Revieuis, sem W. T. Stead stofnaði 1890 og var ritstjóri að til dauðadags. Stead var einn af hrautryðjendum sálarrannsóknanna, og hafði Einar mikið álit á honutn og tímariti hans. Árið 1903 kernur út hið fræga rit eftir einn af afkasta- mestu meðlimum brezka sálarrann- sóknafélagsins, F. W. H. Mycrs: Human Rersonality and its Survival of Bodily Death. Einar H. Kvaran ritar þegar unt það grcin í vikublað- ið Norðurland (27. júní 1903), sem sýnir meðal annars hve vel hann hef- ur verið farinn að fylgjast nieð þessum inálum þá. Um áhrif sálar- rannsóknanna á skáldskap lians cr öllum kunnugt, sem nokkuð hafa

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.