Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 60
284 FÖLNUÐ BLÖÐ EIMREIÐIN Lónssveit eðia Bæjarhreppur er fögur sveit, umlukt mikilfeng- legum fjöllum á þrjá vegu. Fjallgarðarnir, sem lykja um hana, enda í sæbröttum fjallnípum, Yesturhorni vestan sveitarinnar og Austurhorni að austan. 1 faðmi þessara fjallarma livílir sveitin, stór skeifumynduð hvilft inn í liálendið, framundan langt íbogið sandrif meðfram sjónum, en innan þess tvö stór lón, Papa- fjörður og Lón, sem sveitin dregur nafn af. Byggðarliolt er um það bil í miðri sveit, þar er samkomuliús Lónsmanna og þar um liggja vegir um sveitina. Fjalllendið upp af Lóni er eitt- hvert hrikalegasta, sem til er liér á landi. Úr Lóni liggja fjall- vegir um Lónsheiði í Álftafjörð og um Norðlingaveg eða Víði- dalsveg og Hraun til Fljótsdals. Meðal fjalla, sem sjást frá sum- um stöðum í Lóni, eru Goðatindar í austurbrún Vatnajökuls, með Goðaborg, þar sem goöin áttu að eiga ból og margar sagnir eru um. Rögnvaldur hefur ort um stað þenna langt kvæði. Kvæðið heitir Goðaborg og hefst á þessu erindi: Þar stendur hún í storknum jökulsæ með stafna háa, sorfna klakahríðum, á tindaegg í tærum himinhlæ með tinnusvarta veggi á frera víðum. Þar syngur aldrei fugl um sumarstund, þótt sólin hiti vegginn, ísinn bræði. Þar réttir eilífð augnabliki mund, því allt er sofið, þar er helsins næði. í þetta „helsins næði“ hafa hin norrænu goð flúið fyrir Hvíta-Kristi, og þar dvelja þau í höllu liins dapra dauða, sofa þar fast og rótt, og svefnsins fjötur fellur aldrei af þeim nema aðeins örstutta stund hverja Jónsmessunótt, „er jörðin hvíhr sæl í daggar baði“. En sú lausn er skammvinn, því áður en varir hefur sólgullinn hamraveggurinn, sem opnazt liafði fynr ofurveldi sólar, lokazt aftur og „lieilt sem fyrr er klettaþihð svarta“. 1 kvæði þessu kennir geigs við kulda og ís frerabreið- unnar miklu, en þegar liöfundurinn tekur að lýsa sjálfri sveit- inni sinni, hverfur allur geigur og allt er vafið unaði og fegurð, enda þótt Jökulsá sé „tröllvaxin, straumliörð og stynjandú um stórgrýtið öslandi, sogandi, lirynjandi“, þar sem liún „váleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.