Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 25
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
5
inni við Þjóðverja; og þá fyrst og' fremst Ráðstjórnarríkjun-
um. Nú mun ætlunin að láta Tyrki greiða fyrir þrjózkuna.
Taugastríð það, sem Rússar og Tyrkir heyja nú, á sér
því djúpar og eðlilegar rætur. Rússar telja sig þurfa að
hafa vald á siglingaleiðinni inn í Svartahaf og að búa sem
bezt um sig í Kákasus. Tyrkland og Persía eru þau tvö ríki,
sem gætu orðið þessu til hindrunar. Um % hlutar af olíu-
framleiðslu Rússa eru unnir í Kákasus — og mest nálægt
landamærum Tyrklands. Olíuleiðslan mikla frá vinnslu-
svæðinu til rússnesku hafnarborgarinnar Batum við Svarta-
haf er í mikilli hættu, ef til styrjaldar kæmi milli Rússa
og Tyrkja.
Um langt skeið hefur verið háð þögul barátta bak við
tjöldin um yfirráð olíulindasvæöanna í Norður-Persíu.
Rússar hafa í mörg ár verið að reyna að öðlast þar rétt
til olíuvinnslu, svipaðan þeim rétti, sem Bretar hafa í
Suður-Persíu. En þetta hefur ekki tekizt enn, og er brezkum
áhrifum kennt um. Nú vilja Bandaríkjamenn líka fá að
njóta góðs af olíuauðlegð þessara héraða, því sífellt minnk-
andi olíulindir þeirra heima fyrir hafa skotið þeim skelk
í bringu. Olíu-auður Persíu er aftur á móti gífurlegur og
var nýlega áætlaður 6.500.000.000 tunnur, en það er meira
en allar olíulindir á meginlandi Suður-Ameríku saman-
lagðar.
Kröfur Rússa um tyrknesk landamærahéruð í Kákasus
og stuðningur þeirra við sjálfstjórnarhreyfingu Irans-
nianna í Azerbaijan er hvorttveggja talið, af þeim kunnug-
ustu þessu málum, í nánu sambandi við baráttuna um olíuna
í Persíu.
Montreux-samningurinn um Dardanellasundin gengur
úr gildi á þessu ári. Og hvað tekur þá við? Ekki eru neinar
líkur til, að sá samningur verði endurnýjaður nema með
mjög róttækum breytingum. Bretar munu hinsvegar ófúsir
á að leyfa Rússum ótakmarkaðan aðgang að austanverðu
Miðjarðarhafi, sem brezki flotinn hefur um langt skeið
talið sitt umráðasvæði.
Olgan í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs fer vaxandi.
Arabisku þjóðirnar sameinast, og Gyðingar í Palestínu gera