Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1946, Side 27

Eimreiðin - 01.01.1946, Side 27
EIMREIÐIN VIÐ ÞJÓÐVEGINN 7 þó örlagaríkara en svo, að leyfilegt sé að hefja um það pólitískan áróður að lítt yfirveguðu ráði. niðurstöður u n o-ráðstefnunnar. Aðalviðfangsefni fyrsta fundar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna voru þrjú: Persíu-málin, Grikklandsmálin og Indónesíumálin. Niðurstöðurnar um þau öll urðu fremur óröggsamlegar. Andrei Januarievich Vishinsky, sendifull- trúi Rússa á ráðstefnunni, og Ernest Bevin, utanríkisráð- herra Breta, háðu um þau harðar sennur. í deilunni um Iran eða Persíu krafðist hinn nýi forsætisráðherra landsins, Qavam Sultaneh, þess eindregið, að málið skyldi lagt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til úrskurðar. Vishinsky neitaði ákveðið, að þessi leið yrði farin og taldi beina móðgun í garð Ráðstjórnarríkjanna. Hann kvað Persíu og Rússland fullfær um að gera út um ágreiningsmál sín sjálf. Bevin studdi kröfu persnesku stjórnarinnar. Fulltrúi Hollands bar fram miðlunartillögu um, að öryggisráðið skyldi aðeins fylgjast með samningaumleitunum Rússa og Persa. Vishinsky gekk inn á, að þetta yrði leyft með vissum skilyrðum. Engir voru ánægðir með úrslitin og sízt Persar sjálfir. Svipað fór um kæru Ukrainíufulltrúans á hendur Bretum, fyrir að hafa her í Grikklandi. Vishinsky krafðist þess, að U N O skipaði Bretum þegar í stað burt úr Grikklandi með her sinn. Bevin svaraði fullum hálsi og lýsti yfir því, að herinn væri í Grikklandi samkvæmt beiðni grísku stjórnar- innar sjálfrar. Fundurinn gerði enga ályktun í málinu. Indónesíudeilan var afgreidd á fundinum með þeirri yfirlýsingu, að þar væri um að ræða innanríkismál Hollend- inga og U N 0 bæri því ekki að blanda sér í það. Allt gengur því líkt og áður í þessum málum, þrátt fyrir fundinn. Umræðurnar urðu harðar með köflum, en veizlur og vinmæli á milli. Á fundinum var eitt mál afgreitt í einu hljóði. en það var að kjósa Tryggva Lie, utanríkisráðherra Noregs, aðal- i'itara Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur hlotið virðulegasta embætti þessara samtaka, látið af embætti heima í Noregi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.