Eimreiðin - 01.01.1946, Page 28
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
og er nú tekinn við hinu nýja starfi. Þá kaus einnig öryggis-
ráðið 15 dómara í Alþjóðadómstól sameinuðu þjóðanna, af
73 dómaraefnum, sem í kjöri voru.
Atburður einn gerðist á U N O ráðstefnunni, er sýndi
vel það hugarfar, sem ógnir styrjaldarinnar hafa mótað.
Einn af rússnesku fulltrúunum bar fram tillögu þess efnis,
að allar sameinuðu þjóðirnar skyldu samtaka um að af-
henda styrjaldarglæpamenn þjóðum þeirra landa, þar sem
þeir hefðu framið styrjaldarglæpi sína.
Fulltrúi Uruguay, Benjamin Fernandes y Medina að
nafni, bað sér þá hljóðs og lagði til, að U N 0 legði fyrir
réttinn í Nurnberg að hætta að fella dauðadóma yfir stríðs-
glæpamönnum. Þyngsta refsing ætti að vera ævilangt
fangelsi, en aftökurnar að hætta. Þessi mannvinur frá Urug-
uay hugðist vafalaust gera gott verk með þessari tillögu.
I föðurlandi hans var dauðarefsing afnumin úr lögum fyrir
40 árum, en morðingjum refsað þar með ævilöngu fangelsi.
Og nú hugðist hann koma á samskonar réttarbót með sam-
einuðu þjóðunum.
En hin vel meinta tillaga hafði nærri hleypt öllu í bál
og brand á ráðstefnunni. Það hefði varla orðið meiri æsing-
ur, þó að sprengikúla hefði komið niður í fundarsalnum.
Fulltrúi Ukrainíu, Dmitri Manuilsky, hrópaði í mikilli geðs-
hræringu: „Hafið þér nokkurntíman verið í herfanga-
búðum? Hafið þér séð gasdrápsgeymana, þar sem menn
voru myrtir á gaseitri?“
Forseti fundarins flýtti sér að fá fulltrúann frá Uruguay
til að taka tillöguna aftur, og tókst þannig að koma í veg
fyrir, að fundurinn leystist upp.
Svo er þá lokið fyrstu ráðstefnu hins nýstofnaða banda-
lags þjóðanna. Ekki verður sagt, að andi friðar og sátt-
fýsi hafi sett svip sinn á hana. ÖIl byrjun er erfið. Vonandi
tekst betur næst, þegar Sameinuðu þjóðirnar koma saman
aftur á sína næstu ráðstefnu, í Bandaríkjum Norður-Ame-
ríku, svo sem í ráði er.