Eimreiðin - 01.01.1946, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN
KJARVAL
15
Við liöfum stundum fundið það, að sumar myndir, sem Kjarval
málaði um eitt skeið ævi sinnar, eru máske svona dálítið á
Parti. En Kjarval er svo kurteis, að hann talar aldrei um það
við eigendur myndanna, eða um það, livort þær hangi rétt á
veggnum, ef slíkt skiptir þá einhverju máli. Kjarval kom einu
sinni með mynd til vinar síns, setti liana á horð fyrir framan
hann og sagði: „Af liverju er þessi mynd?“ Vinurinn velti þessu
lengi fyrir sér vandræðalega og sagði svo: „Ég held, að hún sé
af tilverunni áður en sköpunarverkið byrjaði“. „0, verra gat
það verið“, sagði Ivjarval, „og þú mátt eiga myndina“. Öðru
sinni hýsti Kjarval af góðsemi sinni vandræðamann. Eitt sinn
bauð sá náuugi til veizlu í híbýlum Kjarvals og gaf gestum sínum
að skilnaði ýmsar myndir úr vinnustofu hans. Þegar Kjarval
k°ni lieim á eftir og sá hvað orðið var, sagði hann þetta citt:
«Mikill liöfðingi ert þú!“ Það er ekki hægt að tala urn Kjarval,
Sv° að með sannfræðum sé, og ganga fram hjá þessum þáttum
1 fari lians, þó að þeir þyki einkennilegir á borgaralega alin. En
sannleikurinn er samt sá, að þetta eru minni þætlir í eðli Kjarvals
en margir halda. Þeir, sem ekki þekkja liann, vita stundum ekki,
livar þjóðsöguna þrýtur og sagan hefst. Jóhannes Kjarval er
^versdagsgæfur maður og umgengnislipur, gentleinaður, örlátur,
nnldur og góðgj arn. Hann gengur um göturnar og talar — og ferð-
ast um fjöll og firnindi og málar. Hann dregur sig inn í einver-
nna og hugsar og yrkir. Hann er annað og meira en þjóðsaga.
Hann er einn skemmtilegasti og merkilegasti veruleiki í ís-
lenzku þjóðlífi seinustu ára. Hanu er einn af þeim, sem liefur
skapað nýja list í þessu landi. Hann hefur búið til ný sjónarmið
a 'slcnzkri náttúru. Hann hefur uppgötvað nýja liti og línur í
lslenzku landslagi. Hann liefur séð nýja drætti í íslenzkum
audlitum.
Kjarval hneigðist snemma að list. Hann er fæddur og uppalinn
1 svipmiklum og litríkum sveitum, fæddur í Skaftafellssýslu, í
Éfri-Ey í Meðallandi, en alinn upp frá því liann var fjögra ára
1 ^orgarfirði eystra, í Geitavík. Faðir hans var Sveinn Ingimund-
‘lrs°u bóndi, en Karitas, móðir hans, var af Sverrisens ætt, al-
unnri mtt. Kjarval fór að yrkja, þegar hann var innan við
Krmingu, hann orti um skipin á firðinum og um óveðrið og
teiknaði um leið. Kjarval gerðist ungur sjómaður og fór á