Eimreiðin - 01.01.1946, Qupperneq 38
18
KJARVAL
eimrkiðin
uppgötvað litaheim náttúrunnar í lxinu snxæsta og óásjálegasta,
sem virðist vera. Það sést á jxví, hvernig hánn liefur hvað eftir
annað málað mosaþemburnar, hvernig hann málar gjár og gljúf-
ur og klettaskorur með burknum og mosa og skófum. Sumar
mosamyndir Kjarvals eru svo mjúkar að maður sekkur í jxeim.
Litirnir í gömlu liafísmyndunum voru oft tærir og töfrandi, sæ-
grænir og livítir. Blámóðu fjallanna liefur liann oft náð unaðs-
lega, og af fönninni í hlíðum fjalla lians stafar livítu kaldaliósi
vetrarins. 1 sumum lielztu myndum hans frá seinni áruin er
stóri stíllinn í náttúrunni, víðsýni og vfirsýn, kröftugir, djúpir
drættir, heiðríkja og máttur í línum og litum.
Sumir hafa talað um það, að Kjarval legði meira upp íir litum
en línum og stundum gagnrýnt teikningu lians. En Kjarval er
einnig línunnar og formsins meistari, þegar honum býður svö
við að liorfa. Hann er í eðli sínu ágætur teiknari. Til eru eftir
hann prýðilegar pennateikningar og krítarteikningar. Þær sér-
kennilegu og hispurslausu andlitsmyndir, sem liann gerði allmikið
af um eitt skeið, bera Jxví einnig vott, liversu hagur teiknari
hann er og liversu vanxlvirkur hann getur verið um smámuni,
þegar það á við. Þessar teikningar eru ekki einungis skemmti-
legar myndir, þær eru einnig fróðleg íslenzk mannfræði.
Eins verður enn að geta um list Kjarvals. Það er frjósemin í
sköpunarverki hans, en hún getur minnt á ítalska endurreisnar-
memi. Hún kom mjög greinilega fram í seinustu sýningu hans
og að vísu að sumu leyti með nýjum blæ. Viðfangsefni Kjarvals
hafa fyrst og fremst verið íslenzk náttúra, en ýms þeirra hefur
liann einnig sótt sér í íslenzkt þjóðlíf og þjóðtrú.
Kjarval hefur skrifað sitt af liverju, og kennir þar margra
grasa og grjóts. 1 kvæði, sem hann orti núna nýlega, segir hann
svo um æsku sína:
Inn í fögrum æskudölum,
yndislegu jólasölum,
fjallaþyrping fögur er.
Lék ég mér þar ljúfur drengur,
langt er síðan, eins og gengur,
endurminning fram hjá fer.