Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1946, Side 50

Eimreiðin - 01.01.1946, Side 50
30 METNAÐUR OG GORGEIR EIMREIÐIN efa hafa liðifí nndir lok sem jijóð. Málið hefði glatazt. Frelsis- hugsjónin dáið. Island hefði um allar aldir orðið hjálenda eða útkjálki einlivers annars ríkis. Snorri Sturluson, höfundar Njálu, Grettissögu, Laxdælu, F.yr- byggju og annarra fornsagna og fornljóða, urðu bjargvættir ís- lenzks þjóðernis, íslenzkrar tungu og íslenzkrar liugsunar. IV. Það hefur oft verið sagt, að vér Islendingar getum ekki lifað á fornri bókmenntafrægð um allar aldir. Þetta er alveg satt. Enda mun engum hafa dottið slíkt í hug. En hinu má |)ó ekki gleyma, að undirstaða íslenzks sjálfstæðis og tilveruréttar þessarar litlu þjóðar, eru fornbókmenntirnar. Það er rangt og illa gert að draga úr gildi fornritanna og því stolti, sem hrærist í brjóstum íslendinga, er þeir eru sér jiess meðvitandi að vera afkomendur höfunda slíkra öndvegisrita. I stað þess að leggja árar í bát og ætla sér að lifa á ljómanum af fornum bókmenntum, hljóta þessar bókmenntir að verða oss livöt til nýrra dáða — og liafa jafnan verið það. Það er sjálfsagður þjóðarmetnaður að miklast af afrekum forfeðranna og á ekkert skylt við gorgeir. Það er skaðleg kenning ýmsra ungra nútíðarmanna að amast við sjálf- sögðu íslenzku þjóðarstolti. Engin Jijóð lifir án þess að miklast af því, sem liorfnar kynslóðir hafa byggt upp með atorku eða atgervi. Islendingar stofnuðu hér lýðveldi 930 og tóku við kristn- um sið, — hinu óumflýjanlega, — árið 1000, án blóðsúthellinga og ógna. Þeir sömdu við Noregskonung um 260 árum síðar, án þess að semja af sér rétt sinn til sjálfstæðis, og lifðu lengi eftir það við góð efni og í miklum blóma. Á liörmungatímunum, er á eftir fóru, má ekki gleyma afreksmönnum þeim, er stöðugt tóku upp merki Islands í vonlítilli baráttu við ofureflið, enda eru nöfn þeirra skráð í hverju Islandssögu-ágripi, sem börnum eru kennd í skólum. Það er aldrei í ótíma gert að minnast slíkra manna. Þegar framfaramenn og frelsishetjur liófu síðan baráttu sína á fyrsta vordegi þess tíma, sem nú er orðinn að sumri frelsis hér, |)á notuðu þeir feðranna frægð og atgervi til þess að vekja sofandi þjóðina til dáða og verka. Það var enginn gorgeir. Það var nauðsyn. — Þá „sveif vorgyðjan úr suðlægum geim“, þíddi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.