Eimreiðin - 01.01.1946, Page 50
30
METNAÐUR OG GORGEIR
EIMREIÐIN
efa hafa liðifí nndir lok sem jijóð. Málið hefði glatazt. Frelsis-
hugsjónin dáið. Island hefði um allar aldir orðið hjálenda eða
útkjálki einlivers annars ríkis.
Snorri Sturluson, höfundar Njálu, Grettissögu, Laxdælu, F.yr-
byggju og annarra fornsagna og fornljóða, urðu bjargvættir ís-
lenzks þjóðernis, íslenzkrar tungu og íslenzkrar liugsunar.
IV.
Það hefur oft verið sagt, að vér Islendingar getum ekki lifað
á fornri bókmenntafrægð um allar aldir. Þetta er alveg satt. Enda
mun engum hafa dottið slíkt í hug. En hinu má |)ó ekki gleyma,
að undirstaða íslenzks sjálfstæðis og tilveruréttar þessarar litlu
þjóðar, eru fornbókmenntirnar. Það er rangt og illa gert að
draga úr gildi fornritanna og því stolti, sem hrærist í brjóstum
íslendinga, er þeir eru sér jiess meðvitandi að vera afkomendur
höfunda slíkra öndvegisrita. I stað þess að leggja árar í bát og
ætla sér að lifa á ljómanum af fornum bókmenntum, hljóta
þessar bókmenntir að verða oss livöt til nýrra dáða — og liafa
jafnan verið það. Það er sjálfsagður þjóðarmetnaður að miklast
af afrekum forfeðranna og á ekkert skylt við gorgeir. Það er
skaðleg kenning ýmsra ungra nútíðarmanna að amast við sjálf-
sögðu íslenzku þjóðarstolti. Engin Jijóð lifir án þess að miklast
af því, sem liorfnar kynslóðir hafa byggt upp með atorku eða
atgervi. Islendingar stofnuðu hér lýðveldi 930 og tóku við kristn-
um sið, — hinu óumflýjanlega, — árið 1000, án blóðsúthellinga
og ógna. Þeir sömdu við Noregskonung um 260 árum síðar, án
þess að semja af sér rétt sinn til sjálfstæðis, og lifðu lengi eftir
það við góð efni og í miklum blóma. Á liörmungatímunum, er
á eftir fóru, má ekki gleyma afreksmönnum þeim, er stöðugt
tóku upp merki Islands í vonlítilli baráttu við ofureflið, enda
eru nöfn þeirra skráð í hverju Islandssögu-ágripi, sem börnum
eru kennd í skólum. Það er aldrei í ótíma gert að minnast slíkra
manna.
Þegar framfaramenn og frelsishetjur liófu síðan baráttu sína
á fyrsta vordegi þess tíma, sem nú er orðinn að sumri frelsis
hér, |)á notuðu þeir feðranna frægð og atgervi til þess að vekja
sofandi þjóðina til dáða og verka. Það var enginn gorgeir. Það
var nauðsyn. — Þá „sveif vorgyðjan úr suðlægum geim“, þíddi