Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 56

Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 56
36 METNAÐUR OG GORGEIR EIMREIÐIN Orð liins merka bónda festust í huga mínum. Mér fannst þetta vel sagt og rétt. Og ég er viss um það, að ef þjóðin liefði vit og hamingju til þess að hugsa og vilja eins og þessi bóndi, —- veldi sér öSIinga til forustu og forráða, — þá væri sjálfstæði lands vors vel borgið. Þorsteinn Jónsson. Fyrsta förin til tunglsins innan fjögra ára? Franska flugmálaráðuneytið hefur nýlega leyft tilraunir í milli- hnattaflugi. Stærðfræðingur nokkur, að nafni Alexander Ananoff, stofnaði síðastliðið sumar hnattsiglingadeild í Flugklúbbum frönsku háskólanna (Aero-Clubs Universitaires et scholairs de France) og býst við, að innan fjögra ára muni hann verða búinn að koma á til- raunaflugi til tunglsins í svifsprengjuvélum (rockets). Hnattsiglingadeild Ananoffs vinnur að sex eftirfarandi atriðum: 1) að nota atómorkuna til að knýja vélar, 2) að búa til atómorku- vélar, 3) að rannsaka styrkleika málma til vélanotkunar í millihnatta- ferðum, 4) að smíða svifsprengjuvél til millihnattaferða, 5) að rann- saka gufuhvolfið og geiminn fyrir utan það, 6) að rannsaka flugsigl- ingaskilyrði geimsins. Ananoff gerir ráð fyrir, að rannsóknir þessar taki 15 ár. En innan fjögra ára á fyrsta tilraunavélin að vera tilbúin. Hún verður af V2- gerð og knúin atómorku. Ananoff hyggst þreifa sig áfram stig af stigi. Meðal annars þarf að rannsaka, hvernig umhorfs sé fyrir ofan háloftin (stratosferuna) eða í ionosferunni og síðan úti í sjálfum geimnum, utan við allt gufuhvolf. Það verður hættulegt að hafa glugga í millihnattavélinni, vegna geimgeislanna, og hún verður að vera i tvöföldu hylki með „ozone“-lagi á milli, til verndar. Þeir, sem í vélinni verða, munu gera athuganir sínar gegnum sjónpípur (periscopes). I tunglinu er hvorki gufuhvolf né gróður. En gera má ráð fyrir málm- um þar. Og fróðlegt mun að rannsaka yfirborð mána, ekki sízt þa hliðina, sem frá jörðu snýr. En reikistjarnan Marz hefur gufuhvolf og einhvern gróður. Venus mun einnig hafa gufuhvolf, en Ananoff telur hana of nálægt sólu til þess að þai' geti þróazt líf. Á atómorkuvél, sem fer um 800 km. á sekúndu, á að vera hægt að komast til Marz á 49 klukkustundum og 20 mínútum, að áliti Ananoffs. Ekki mundi vélin verða látin lenda, minnsta kosti ekki í fyrstu fero- inni. Þeir, sem vildu staðnæmast á Marz, yrðu að kasta sér út í fall- hlíf eftir að komið væri inn í gufuhvolf þeirrar reikistjörnu. Nú er að sjá hvernig máli þessu reiðir af í framkvæmd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.