Eimreiðin - 01.01.1946, Page 60
eimreiðin
Nazisminn þýzki.
Eftir Baldur Bjarnason, sagnfræðing.
Engin þjóðfélagsleg hreyfing hefur til þessa leitt slíkt böl
yfir mannkynið eins og þýzki nazisminn. Nú þegar Þýzkaland
eftir nærri 6 ára lieimsstyrjöld liefur verið gersigrað, þá er ekki
úr vegi að atliuga lítið eitt uppruna, vöxt og viðgang og að síð-
ustu hrun þessarrar hreyfingar. Nazisminn er í eðli sínu þýzkt
fyrirbrigði og á svo djúpar rætur í þýzku þjóðlífi, að óhugsandi
er að hann hefði getað komið upp í nokkru öðru landi nema þá
undir öðru formi. Margir rekja rætur nazismans til ósigurs T>jóð-
verja 1918. Aðrir rekja ræturnar til Bismarcks. Hvers vegna ekki
til Friðriks mikla Prússakonungs og hernaðarríkis hans? Hvers
vegna ekki ennþá lengra? Hvers vegna ekki til Lútliers og siða-
skiptanna eða ennþá lengra aftur í miðaldir og fornöld? Til
þess að rekja eðli og uppruna nazismans, verður maður að skilja
sögu Þýzkalands.
Frarn eftir öllum öldum voru Þjóðverjar ekki ein þjóð. Þeir
voru Bæjarar, Saxar, Rínlendingar o. s. frv. Síðar bættust Prúss-
ar við í liópinn, eftir að Þjóðverjar liöfðu brotið undir sig vestur-
slafnesku löndin milli Saxelfar og Memelfljóts. íbúar þeirra
landa tóku að mæla á þýzkar mállýzkur síðari hluta miðalda.
Austur-Prússar lærðu þó ekki að tala þýzkt mál fyrr en í byrjun
17. aldar. Það var ekki fyrr en á 16. öld, að hinir þýzku þjóð-
flokkar fengu sameiginlegt ritmál. En bæði fyrir og eftir þann
tíma voru hertogar og furstar þýzku þjóðflokkanna að mestu
sjálfstæðir þjóðhöfðingjar.
Þýzki keisarinn var álirifalítill allsstaðar nema í erfðaríki
sínu, Austurríki. Þýzkaland var á 16. öld orðið eitt af blómleg-
ustu löndum Evrópu þrátt fyrir alla innanlandssundrungu. Þar
runnu sarnan allir straumar Evrópu bæði í andlegu og verklegu
tilliti. Frá Þýzkalandi kom sú mikla trúarbylting, sem vér nefn-
um siðaskipti. Sú hreyfing braut á bak aftur vald páfans og
katólsku kirkjunnar í miklum hluta Evrópu. Það var á 16. öld,