Eimreiðin - 01.01.1946, Qupperneq 63
eimreiðin
NAZISMINN ÞÝZKI
43
þýzka sambandinu 1866. 1 fyrsta sinn síðan á 16. öld var Þýzka-
land orðið eitt keisaradæmi. En hið nýja keisaradæmi var mjög
ólíkt hinu gamla. Hið gamla keisaradæmi var suðurþýzkt, hafði
Austurríki að aðalkjarna og bar á sér einkenni suðurþýzkrar
mýktar. Keisaradæmi Bismarcks var norðurþýzkt, liafði Prúss-
land að aðalkjarna og var mótað af liernaðaranda, liörku og
dugnaði prússneska aðalsins, járngrátt í sínum ískalda virkileika.
Eftir meira en tveggja alda niðurlægingu liafði Þýzkaland hlotið
öndvegissess meðal Evrópuþjóðanna.
Tækni og verkleg vísindi, iðnaður og verzlun blómgaðist. I.and-
ið auðgaðist, og borgaralegu stéttirnar urðu drottnandi á ný í fjár-
málalífi þjóðarinnar.
En enda þótt keisarastjórnin væri þingbundin, liafði júnkara-
aðallinn (prússnesku stórjarðaeigendurnir) pólitískt forræði í
landinu. Borgarastéttin hafði síðan á 16. öld lotið forræði fursta
°g júnkara. Smám saman liafði borgarastéttin tekið sér snið
af júnkurunum í menningu og lífsskoðunum. Hinar veiku borg-
aralegu frelsislireyfingar 1848 höfðu verið barðar niður, og síðan
líafa burgeisar og júnkarar lifað í sátt og samlyndi. Meðal þeirra
befur í menningu og lífsskoðun ríkt einn andi og ein sál. Þessar
valdastéttir þýzka keisaradæmisins nýja voru á eitt sáttar með
að efla gengi landsins, með öflugum hervörnum, og vinna því
þann sess meðal þjóðanna, sem það hafði orðið að vera án í
tvær aldir. Þýzkaland fór að næla sér í nýlendur. Kaupskipaflot-
lnn þýzki fór smátt og smátt að leggja undir sig heimshöfin.
í*etta varð orsök þeirra árekstra, sem leiddi til fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, er lauk með ósigri Þjóðverja. Þjóðverjar urðu.að
ganga að hörðum og auðmýkjandi friðarsamningum í Versölum
1919.
Ósigurinn 1918 varð til þess, að keisaradæmið þýzka lirundi
1 rustir og allir þýzku þjóðhöfðingjarnir urðu að segja af sér.
Samkvæmt liinni svonefndu Weimar-stjórnarskrá varð Þýzka-
bind lýðveldi. Hið gamla Þýzkaland var því úr sögunni í stjórn-
,nálalegu tilliti, en í atvinnulegu og félagslegu tilliti varð mun-
Uril,n minni frá því sem áður var. Gömlu valdstéttirnar héldu
auði og eignum. En her keisaradæmisins var leystur upp, og í
stað lians kom hinn fámenni ríkisvarnarher. Sósíaldemókratar,