Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 64
44
NAZISMINN ÞÝZKI
EIMRBIÐIN
sem voni stærsti stjórnmálaflokkurinn í Þýzkálandi, voru að
nafninu til forystuflokkur Jiýzka lýðveldisins.
En aldrei gátu þeir framkvæmt stefnuskrá sína, J)ví þeir náðu
aldrei meirihluta. Það valt á ýmsu, þangað til nazistarnir komu
fram á sjónarsviðið, 1930, sem stærsti flokkur Þýzkalands. Þeir
höfðu frá upphafi verið andvígir lýðveldinu. Þegar lýðveldið var
stofnað, höfðu aðeins svörtustu ílialdsflokkarnir verið Jtví and-
vígir, en þeir voru í miklum minni hluta.
Ásamt sósíaldemókrötum liöfðu milliflokkarnir borið lýðveldið
uppi. Nazistarnir komu fram sem nýr hægriflokkur með nýja
stefnuskrá. Nazistaflokkurinn var stofnaður 1919 í Bæjaralandi.
Höfuðleiðtogi hans liafði frá öndverðu verið Adolf Hitler. Hann
var húsamálari, hafði á unga aldri komið frá Austurríki til Bæj-
aralands og barizt í her Þjóðverja 1914—1918.
Síðan hafði hann um skeið horfið af sjónarsviðinu. Árið 1923
ætlaði liann að bjarga þjóð sinni og tók ásamt flokksbræðrum
sínum þátt í uppreisn Ludendorfs liersliöfðingja á móti lýð-
veldisstjórninni. Sú uppreisn var barin niður, og Hitler varð
um skeið að sitja í tugthúsinu. 1 tugthúsinu skrifaði hann bók
sína (Barátta mín). Eftir að liann var látinn laus, fór liann aftur
að gefa sig að stjórnmálum, en varð í fyrstu lítið ágengt.
En þegar heimskreppan skall á, skömmu fyrir 1930, fékk naz-
istaflokkur Hitlers byr undir báða vængi. Á örstuttum tíma var
liann orðinn stærsti og öflugasti flokkur Þýzkalands. Fylgi flokks-
ins var upprunalega mest meðal hinna fátæku smáborgaralegu
þýzku millistétta. Nazistar voru andstæðir verkalýðshreyfingunni,
andstæðir auðvaldinu, andstæðir gömlu flokkunum.
Þeir voru andstæðir Versalasamningunum og Weimar-lýðveld-
inu. Þeir lofuðu þýzku þjóðinni öllu fögru, þeim atvinmdausu
atvinnu, atvinnurekendunum auknum gróða, borgarbúum ódýr-
um mat, bændum háu afurðaverði.
Þeir lofuðu verkamönnum liækkuðu kaupi og atvinnurekend-
um auknum tekjum. Þeir einu í Þýzkalandi, sem Hitler og naz-
istar höfðu í hótunum við, voru leiðtogar gömlu flokkanna og
svo Gyðingar.
Barátta Hitlers á inóti Gyðingum féll í góðan jarðveg, einkan-
lega hjá millistéttunum þýzku. Gyðingar tilheyrðu yfirleitt þýzk-
um millistéttum. Þeir voru aðeins eitt prósent af Jijóðinni. En