Eimreiðin - 01.01.1946, Qupperneq 76
56
GISTING
EIMREIÐIN
ákveðinn í öllum hreyfingum. Hann var í ljósum sumarfrakka,
sem var farinn að láta á sjá og ólireinkast, einkum í hálsmálið’og
á ermunum, enda búinn að fara marga bílferðina út urn hvippinn
og hvappinn í þágu flokksins. Frakkinn var óhnepptur, og Hall-
dór stakk á göngunni báðum höndunum í vasana.
Bíllinn mjakaðist á undan niður brekkurnar. Við og við gaf
bílstjórinn því gætur, livort hann fengi nokkrar bendingar frá
þeim hjónunum, en svo var ekki.
Þau þröminuðu lilið við lilið á eftir.
Frúin var svo stuttstíg, að hún átti fullt í fangi með að fylgja
manninum eftir, en það tókst.
Halldór liafði augun á bændabýlunum niðri í dalnum. Svipur
kvöldsins var auðsær á öllu. Þokan náði æ lengra inn, áin varð
æ stálgrárri. Á einum bænum sáust kýr vera reknar heim til
mjalta, fjórar kýr og einn kálfur. Á öðrum mátti greina krakka
vera að keppast við að bera af, tvo krakka, sinn með livorn pok-
ann. Á þriðja bænum, allfjarri, rauk óvanalega mikið. Ef til vill
voru komnir þar einhverjir gestir.
Frúin mælti nú ekki orð frá vörum. Miðleiðis yrli Halldór
á hana.
— Okkur gengur fremur liægt, og þú sérð að það er svo sein
engin lífsliætta liér á ferðinni. Kantarnir eru nokkuð liáir, en
vegurinn er breiður. Það væri alveg óhætt að fara upp í bílinn.
— Ég geng niður.
Stundarþögn.
— Er þér ekki kalt, góða? —• Svalur andvari lék um vanga
þeirra.
— Ég lield, að maður gangi sér til hita. En ég skil ekkert í
þér að leggja í svona ferðalag, ef bíllinn var ekki í lagi. Ég
liafði ekki hugmynd um annað. Ég fer að óska, að ég liefði aldrei
farið neitt.
— Bíllinn var í ágætis lagi. Og ég er viss um, að Eiríkur
kemur strax lagi á hann, þegar honum gefst tóm til þess. Hann
þyrfti að fá að líta á vélina, þegar við komum niður undir ána,
og svo fljúgum við af stað aftur.
— Þú segir það.
Halldóri Péturssyni var þó ekki meira en svo rótt. Það var
tveggja tíma akstur til Langafjarðar héðan, og klukkan farin